1.5.2007 | 10:37
Vísindin fyrir kynlífsiðnaðinn?
Fyrir hverja eru þessar rannsóknir sem auka kynhvöt kvenna? Geta auðvitað komið sér vel í kynlífsiðnaðinum en fyrir hverja þar? Fyrir konurnar sem selja sig eða karlana sem kaupa; eða þeir þurfi alls ekker að borga fyrir greiðann sökum ánægju seljenda.
Að framsögðu til lengri tíma litið eru það frekar hagsmunir karla sem ráða för í umræddum rannsóknum? Hvernig ætli kynlísiðnaðurinn taka þessum nýju vísindum? Dæmið snýst sennilega við og konur fara að kaupa karlmenn?
Vonir bundnar við pillu sem örvar kynhvötina og dregur úr matarlyst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:45 | Facebook
Athugasemdir
Auðvitað fyrir konurnar sem vilja lifa meiru og betra kynlífi?
K Zeta, 1.5.2007 kl. 16:02
hehe, bara kona getur skilið hversu bjánalegt þetta er
Linda, 1.5.2007 kl. 18:49
Þegar ég var strákur svaraði fullorðna fólkið spurningum sem ekki var hægt að svara með..."það er margt skrýtið í kýrhausnum". Ætli það eigi ekki við í þessu tilviki?
Benedikt Halldórsson, 1.5.2007 kl. 20:09
Þessi pilla slær tvær flugur í einu höggi. Konur taka þetta til að grennast ( mín kona hefur alltaf verið að grennast frá því við giftumst fyrir 15 árum ) og karlin hugsar sér gott til glóðarinnar vegna þessarra "skemmtilegu" aukaverkana. Ég sé hvernig tengja má þetta við einhverja "söluvoru" eins og bent er á.
Magnús Jónsson, 2.5.2007 kl. 20:33