RUV MEÐ "KLAPPLIÐ" - FYRIR STJÓRNARANDSTÖÐUNA?

“Borgarafundur” sjónvarpsins í kvöld var greinilega sviðsettur  stjórnarandstöðunni í hag.  Þegar stjórnarandstaðan hafði orðið voru góðar undirtektir, hlátur og  klapp fyrir henni annars ekki.Svona “sviðsettur hlutdrægur” borgarafundur er ekki við hæfi hvað þá  hjá ríkissjónvarpinu fjölmiðli allra landsmanna. Ekki þar fyrir að núverandi ríkisstjórn eigi ekki að standa fyrir máli sínu en umrædd hlutdrægni sjónvarpsins er siðlaus og hlýtur að draga  úr trausti almennings á stofnuninni.

Fyrst var það Jónína Bjartmarz ráðherra, sem reynt var að setja á “galdrabálið” til að koma höggi á hana fyrir kosningar. Áfram er nú haldið með “klappliði sjónvarpsins” fyrir stjórnarandstöðunni, sem auðvitað verður að afla sér fylgis án sérstaks stuðnings ríkissjónvarpsins.Er það  hlutverk RUV, að blanda sér í koningabaráttuna með  framangreindu “klappliði?” Fremur  að koma fram með málefnalegur og hlutlausum hætti gagnvart öllum stjórnmálaflokkum fyrir kosningarnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Góða besta! Stjórnarliðar stóðu sig einfaldlega ekki nógu vel! Og hana nú! 

Finnst þér óeðlilegt að fólk hlægi þegar Jón Sigurðsson étur orðrétt upp það sem Árni sagði á undan?
Í þetta skipti var stjórnarandstaðan einfaldlega að standa sig mun betur í umræðunum.   

Heiða B. Heiðars, 1.5.2007 kl. 21:11

2 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Hafði einfaldlega ekkert með málefnin að gera eins og allir heyrðu.

 Gaman væri að vita hvernig fundarmenn eru valdir á svona "borgarafund."?

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 1.5.2007 kl. 21:19

3 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Stjórnarandstaðan rasskelti sjálfa sig með hjálp RUV.

Þarf ekki upplýsta mannesku til bara svona með meðal réttlætikennd.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 1.5.2007 kl. 21:23

4 Smámynd: Kristján Pétursson

Farðu nú ekki Laufey,að hafa áhyggjur út af nokkrum hræðum,sem voru að klappa á fundinum.Það hefur engin áhrif á kjósendur,en þegar form.þinn var að endurtaka orðrétt setningar eftir Árna M. við sömu spurningum fyrirspyrjanda,það var nokkuð aumkunarvert.Við verðum að gefa Jóni þóknanlegan tíma að ná tökum á formannsstöðunni.

Kristján Pétursson, 1.5.2007 kl. 21:39

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ótrúlegt þegar þokkalega skynsamt fólk kýs að stinga hausnum í sandinn og krafsa í örvæntingu eftir haldreipi sem er ekki til staðar.

Heldurðu í alvöru að þessi samsæriskenning þín hljómi skynsamlega? Sveinn Hjörtur Framsóknarmaður var í salnum.... ætli hann hafi svindlað sér inn og verið eini sem ekki var í "klappliði" RÚV?  

Þetta var dagur stjórnarandstöðunnar. Næsti borgarafundur RÚV verður kannski dagur stjórnarliða. Svona er þetta bara og ég get lofað þér því að ef dæminu væri snúið við þá skal ég ekki sjá samsæriskenningu út úr því

Spurning um að skoða betur þetta með "Skoðun með sanngirni og rökum" 

Heiða B. Heiðars, 1.5.2007 kl. 21:42

6 Smámynd: Sigurjón N. Jónsson

Það var sorglegt að sjá hvernig vinstrisinnaðir ríkisfjölmiðlar misnotuðu þá aðstöðu sem við höfum skapað þeim til að vera ekki með nægt jafnrétti og bræðralag eins og áskilið er í lögum um stofnun fjölmiðlanna og rekstur þeirra.  Kommonistar sem eru þarna í meirihluta eru bersínilega að troða sínum eigin skoðunum þvert ofan í þjóðmálaumræðuna eins og hún birtist okkur í dag frá öllum hliðum.  Ég hélt að það ætti að endurskoða rekstrareininguna þegar tókst að einkavæða fjölmiðlana en það er mjög vont að allir starfsmennirnir skuli vera sósíalistar sem ekki er treistandi fyrir svona ábirgð sem framsetning þjóðmálaumræðunnar er.  Þetta hlítur að vera skoðað að nýju þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur myndað stjórnarsamstarf að nýju eftir kostningarnar og þá hvaða starfsmenn er hægt að láta starfa áfram með þessa ábyrgð eftir það sem á undan er gengið eins og allir sjá í kvöld.

Sigurjón N. Jónsson, 1.5.2007 kl. 21:42

7 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þetta var grín... er það ekki á hreinu?  

Heiða B. Heiðars, 1.5.2007 kl. 21:45

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér fannst þetta nærri því eins lélegur þáttur eins og sá sem þeir sendu út frá Ísafirði. Það stafar ekki af því að ég sé illa upplýst eða hvað þið annars kallið það, þetta er mín skoðun og ég neita því alfarið að vinstra fólk kalli mig vitleysing af því ég hef aðra skoðun en þeir. Ekki kalla ég ykkur vitleysinga heldur bara fólk með aðra skoðun en ég.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.5.2007 kl. 21:58

9 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er semsagt ,,klappliðinu" að kenna að Árni Matt stóð sig illa?

Jóhannes Ragnarsson, 1.5.2007 kl. 21:58

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vorum við örugglega öll að horfa á sama þáttinn ????

Ásdís Sigurðardóttir, 1.5.2007 kl. 22:52

11 Smámynd: Haukur Nikulásson

Já Ásdís við horfðum á sama þáttinn og hann var sýndur í dag.

Mér datt í hug hvort þessi hópur hér að ofan hefði skrifað heillega og samkvæma Biblíu ef hann hefði fengið það hlutverk fyrir hart nær 2000 árum?

Haukur Nikulásson, 1.5.2007 kl. 23:18

12 Smámynd: Sigurður Á. Friðþjófsson

Það merkilegasta við þennan þátt var að í umræðunni um heilbrigðiskerfið voru 5 konur og einn karl en þegar kom að alvörunni um skattamálin voru eingöngu karlar í settinu. Unm fóbíu Framsóknar nenni ég ekki að tjá mig.

Sigurður Á. Friðþjófsson, 1.5.2007 kl. 23:26

13 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Vildi bara upplýsa að hver flokkur fær nákvæmlega jafn mörgum sætum úthlutað í sal í þessum útsendingum - ekki hægt að smala, hvorki til hægri, vinstri né til miðju.

Birgitta Jónsdóttir, 2.5.2007 kl. 07:38

14 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Engu að síður virtist "klappliðið" vera hlutdrægt. Þá var liðið ekki sýnt á skjánum svo neinu nam. Þannig að ég upplifði ekki þáttinn sem borgarafund heldur eins og klapplið á fótboltaleik þar sem annað klappliðið vantaði.

 Að vera á fundi úti í bæ þar sem lífleg umræða er   grundvöllur fyrir borgarafundi enda ekki valið á þannig fund.

Orkar mjög tvímælis að reyna að halda borgarafund í sjónvrpi/útvarpi vegna þess að í reynd verður það fremur skoðanamyndandi heldur en veki gagrýna umræðu.

Takk fyrir umræðuna.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 2.5.2007 kl. 08:05

15 Smámynd: Þorkell Hjörleifsson

Ér er þér hjartanlega sammála.  Það fór vinstri fnykur um stofuna hjá mér.  Ég held að RUV verði að vanda valið betur því það er alltaf skemmtilegra að stjórnendur hafi einhver tök á málefninu.

Þorkell Hjörleifsson, 2.5.2007 kl. 08:29

16 Smámynd: B Ewing

Þar sem ég sá ekki þáttinn þá ákvað ég að horfa á hann með tilliti til þeirra athugasemda sem komu fram í þessum bloggskrifum.

 Stjórnendurnir voru með þáttinn, og alla frambjóðendurna, í traustum tökum allan tíman.  Engum frambjóðanda gafst mikill tími til að drepa málum á dreif, nema Árna sem sífellt forðaðist að svara spurningum enda þekkktur fyrir það maðurinn. Það var farið yfir hvert mál fyrir sig. T.d. var gamla slagorðið "Báknið burt" borið undir Árna og spurt hversvegna árangurinn af því sé minni en enginn.  Árni vildi greinilega alls ekki að hann yrði til að svara nokkru um það, reyndi að mótmæla en var kæfður af stjórnendunum sem hafa það hlutverk að bera öll mál undir alla og ekki leyfa undanskot.

Í fyrsta lagi þá voru fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins flengdir duglega, og það á ýmsan hátt.  T.d. rökum, tölum og staðreyndum sem koma frá viðurkenndum innlendum og erlendum hagfræðistofnunum.

Í upphafi þáttarins apar Jón síendurtekið upp eftir Árna og fólki í sal fannst það greinilega fyndið.

Að mínu mati þá höfðu hvorki Árni né Jón neitt fram að færa, sem var tilefni til lófataks, allan þáttinn. 

Steingrímur J. er mælskur, það vita allir. Hann niðurlægði framsóknarmerktan fyrirspyrjanda úr sal sem kom með afar skrýtna spurningu sem sótt var af heimasíðu/bloggsíðu Ögmundar Jónassonar.  Sjálfur á ég eftir að kanna hvað liggur að baki þeirri fyrirspurn en spurningin var fáránleg.  Ungur fyrirspyrjandi úr sal fékk fram hlátur af eigin rammleik.

Flest klöppin komu á síðustu tíu mínútunum enda var Árni Mathisen löngu sokkinn niður í stólinn sinn, glottandi eins og bjáni, og gat engu svarað um neitt og reyndi ítrekað að véfengja tölulegar staðreyndir sem Ágúst Ólafur, Jón Magnússon og stjórnandi þáttarins lögðu undir hann á seinni stigum þáttarins.  Formaður framsóknar sat eftir og gat sig hvergi hrært í orrahríðinni sem á honum gekk. Undir lokin beit síðan Árni höfuðið af skömminni með því að véfengja Seðlabankann, ASÍ, Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, Standard og Poors og guð má vita hverjar aðrar, allar á einu bretti og ekki nóg með það... ekki nóg með það! 

 HANN HÉLT ÞVÍ FRAM AРALDREI HAFI VERIÐ AUÐVELDARA AÐ KAUPA SÉR ÍBÚÐ Á ÍSLANDI!!! Er maðurinn klikkaður?!?  Það er kannski nóg framboð en verðið er bara fyrir þá sem fá meira en ráðherralaun á mánuði.

Eftir að hafa horft á þáttinn, og þá sérstaklega seinni hluta hans (þar sem mest af þessarri umræðu fór fram) þá er vona ég svo innilega að núverandi ríkisstjórn fari með afhroð í komandi kosningum.

Allt fjas um "óréttlátt, hlutdrægt og ósanngjarnt" er einfaldlega bull og bjánaskapur.  Árni og Jón voru með allt niðrum sig frá fyrstu mínútu, og ekki að ástæðulausu eins og kom fram í þættinum.

Þessi ríkisstjórn er komin að fótum fram í vitleysunni og það einfaldlega kom skýrt fram í þessum þætti.  Þeir sem ekki sjá það ættu að fara að kippa höfðinu úr sandinum og líta á staðreyndirnar og viðurkenna mistök sín.

B Ewing, 2.5.2007 kl. 12:34

17 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er greinilegt á skrifum stjórnarsinna hér að þeir eru á því, að Steingrímur J. og félagar í stjórnarandstöðunni hafi gert útaf við Árna og Jón í kappræðunni á málefnalegann hátt. Enda er langt síðan maður hefur séð ráðherra flengda eins duglega hvorn með öðrum eins og í þessum hætti. 

Jóhannes Ragnarsson, 2.5.2007 kl. 12:36

18 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Málið frá minni hálfu snýst ekki um hver sagði hvað heldur að sjónvarpið gæti hlutleysis í kosningabaráttunni. 

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 2.5.2007 kl. 12:48

19 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Valið var á borgarfundinn þannig að flokkarnir fengu jafn mörg sæti og það fyllti upp salinn.

Hversu mikið hlutlausara getur þetta eiginlega verið?

Kveðjur :)

Þórir Hrafn Gunnarsson, 2.5.2007 kl. 13:07

20 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Tilvitnun í Jónas Þorbergsson, útvarpsstjóra:

"Ásakanir um hlutdrægni í eina átt eru oftast aðeins dulbúnar kröfur um hlutdrægni í aðra átt. Þeir sem þannig mæla eru sjaldnast ánægðir með óhlutdrægan fréttaflutning. Þeir vilja að máli sé hallað þeim,eða þeirra málstað, í vil"

Úr  Æviminningum  sr.  Emils Björnssonar ,fréttastjóra, Litríkt  fólk, útg. 1987  bls. 136

Eiður Svanberg Guðnason, 2.5.2007 kl. 14:43

21 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Með allri virðingu fyrir Sr. Emil er ég ekki sammála. 

Hef ekki reynt að halla máli mínu á neinn en tel mig í fullum rétti til að tjá mig. Reyndar er nauðsynlegt fyrir sjónvarpið að fá viðbrögð ekki bara úr skoðanakönnunum.

Sjónvarpinu tekst oftast ágætlega í hlutlausum í flutningi. Eflaust er erfiðara að gæta hlutleysis í hita leiksins í kosningabaráttunni en þá reynir á reynsluríka stjornendur.

Takk fyrir umræður, með kveðju.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 2.5.2007 kl. 14:57

22 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

 Sæl Sigríður Laufey,

Emil Björnsson var að vitna til orða Jónasar Þorbergssonar, fyrsta útvarpssjóra Ríkisútvarpsins, 1930 til 1953.

Jónas  Þorbergsson sat á Alþingi  fyrir  Framsóknarflokkinn  1931 til 1933.

Það þætti líklega sérkennilegt núna, ef Páll Magnússon útvarpsstjóri  sæti á þingi ! 

Með  góðum kveðjum

Eiður Svanberg Guðnason, 2.5.2007 kl. 16:02

23 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Klappliðið skýrir sig sjálft í þættinum og engu er þar við að bæta, er svo auðljóst/auðheyrt.

Með kveðju

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 2.5.2007 kl. 17:03

24 identicon

Plís!! RÚV hefur staðið sig ágætlega í að þjarma að frambjóðendum. Þeir virðast vera að fyllast einhverjum áður óþekktum metnaði. Metnaði sem alla fjölmiðlamenn í þessu hefur skort. Guði sé lof fyrir það. Í þessum umrædda þætti voru stjórnarliðar bara ekki að standa sig nógu vel.

Og varðadi Jónínu Bjartmarz, að þá viðist bara vera megn spillingar-stækja af öllu þessu máli með hana og tengdadóttur hennar. Síðan er hrokinn svo yfirdrifinn hjá ráðherranum að maður fær gæsahúð.

Hans Magnússon 2.5.2007 kl. 18:12

25 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Vonnst til að geta staðaið við þau orð mín sem ég hef látið falla um hlátur og klapp í umræddum sjónvarðsþætti.

Þú getur auðvitað sótt mig til saka ef þú telur þig þurfa þess. Þá verður farið yfir hláturinn og klappið vonandi af óviðhöllum aðilum. Hvar í þættinum klappið og hláturinn var kemur þá nákvæm lega í ljós.

Með kveðju.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 2.5.2007 kl. 18:25

26 Smámynd: halkatla

vá B Ewing, frábær samantekt, ég nennti einmitt ekki að horfa á þennan fund, nú þarf ég þess ekki!!! Það er gott að vita að stjórnarliðar séu samir við sig, það þarf ekki að stugga neitt við þeim, þeir sjá um það sjálfir.

halkatla, 2.5.2007 kl. 20:52

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband