Góður kosningafundur hjá Stöð tvö - í gærkveldi!

HappyGóður kosningafundur hjá Stöð tvö í gærkveldi. Hefur áreiðanlega mikil áhrif þrátt fyrir að ekkert “klapplið” hafi verið til staðar eins og hjá RUV á sunnudagskveldið. Sigmundur Ernir sýndi vel hversu góður stjórnandi hann er. Ekkert fór úrskeiðis þótt stundum hitnaði í kolunum. Stúlkan sem  með honum var sem spyrlill kom einnig vel fyrir (man ekki nafnið) og gengdi hluverki sínu af miklum sóma með gagnrýnum spurningum.

Ekki var reynt að höfða til neikvæðra hvata fólks með pesónulegum árásum eða framíköllum sem neinu nam. Össur meira að segja dró í land í máli fjölskyldu Jónínum Bjartmarz, ráðherra enda  ekki vel fallið til fylgisaukningar flokksins nema síður væri. Samfylkingin hélt samt áfram sínum falska málflutningi um hækkun lægstu launa sem tæplega er mark á takandi eftir ráðningu þeirra sjálfra á fyrrverandi borgarstjóra Steinunni Valdísi Óskarsdóttur; þegar hún lét hækka laun þeirra lægstu hjá borginni eins og kunnugt er. Nú er ekki einu sinni víst að hún komist á þing, ekki öruggt. Hér er jafnaðarstefnu Samfylkingarinnar rétt lýst í raun þarfnast ekki fleiri orða. Enda sjálfur fyrrverandi foringi Jón Baldvin Hannibalsson ekki par ánægður með flokkinn sinn eins og fram hefur komið. Lái honum hver sem vill ekki undirrituð.

Vinstri grænir samir við sig. Vilja betra velferðarkerfi en það má ekkert kosta. Engar lausnir eða skilningur á blómlegu atvinnulífi eða að skattaumhverfi þurfi aðgæslu  til að flæma ekki fyrirtækin úr landinu. Að ekki sé nú minnst á varnanarrmál Íslands, norrænu frændþjóðanna og Atlandshafsbandalagsins. Engar frambæirlegar tillögur þar um hvorki hvað varðar varnir eða björgunarstörf;  sem þó er afar mikilvægt í vályndum veðrum hér við land.

Frjálslyndir sýndu  miklu meiri skilning á framangreindum málum verður að viðurkennast. En nefndu varla málefni innflytjenda. Verður að teljast undarlegt sem er þó aðal stefnumál þeirra.Margrét Sverrisdóttir var ekki beitt í umræðunni þótt hún hefði tækifæri til þess enda blæs ekki byrlega hjá Íslanshreyfingunni um þessar mundir. Hún gæti tekið Jón Sigurðsson sér til fyrirmyndar í koningabaráttuni.

Jón gefur ekki eftir í orrahríðinni þótt þungt sé fyrir stafni hjá Framsókn. Þrátt fyrir allt eins og Jón Sigurðsson segir koma úrslitin ekki fyrr en eftir talningu á kosningadaginn. Skoðanakannanir munu engu breyta  þar um enda of  margar og misvísandi.

Að framsögðu hefur Stöð tvö mjög styrkt stöðu sína sem góður fréttamiðill í kosningabaráttunni. Betri og málefnalegri en ríkissjónvarpið enn sem komið er.Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband