Núverandi stjórnarflokkar efni loforðin.

 Núverandi stjórnaflokkar lofuðu stórfelldum breytingum á kjörum eldri borgara/öryrkja fyrir síðustu kosningar - en hafa þeir kastað boltanum til Samfylkingarinnar  í kosningaveiðar?  Svokallaðir „fjórflokkar“ núverandi stjórnarflokkar, Samfylking og Vinstri grænir eru svo nefndir af reiðu fólki - mest vegna sífelldra svika á kosningaloforðum  -eru málefni eldri borgara ekki  gott dæmi?

Kjör þeirra hafa verið bætt í tíð núverandi stjórnar en  í mýflugnamynd – brýnt er að afnema tekjutengingu en hún virkar þannig að um leið og tekjur aukast eru  löglegar lífeyristekju skertar á augabragði króna fyrir krónu – engin tekjuaukning verður. Málið er þó einfalt ef viðkomandi vinnur sér sinn 100 þús. pr. mánuð eða sömu upphæð í vexti af sparifé/hlutabréfum – þá er það raunveruleg tekjuaukning. Engin þörf er á her manns hjá Tryggingastofnun til að reikna út hverju er hægt að ná af eldri borgurum og öryrkjum með vafasömum reikningskúnstum - núverandi stjórnarflokkar verða að standa við loforð sín –

Nú berst Samfylkingin um hæl og hnakka á Alþingi með frumvarpi um mannsæmandi kjör til handa eldri borgurum og öryrkjum – „vinstra liðið“ tístir allt undir vonast eftir atkvæðum frá þessum fjölmenna hópi.  Árni Páll og Sigríður Ingibjörg eyddu drjúgum tíma að afsaka skerðingar til eldri borgara – í tíð „vinstri velferðarstjórnarinnar sálugu", Sigríður Ingibjörg Ingadóttir studdi dyggilega þá skerðingu. Setti sig upp á móti hugmyndum um lengingu eftirlaunaaldurs –  studdi skerðingu trygginga vegna tannviðgerða eldri borgara –  studdi eignaupptöku þó eldri borgarar ættu engin fjárráð til yrðu að selja eignir sínar. 

Engum heilvita manni á að láta sér koma til hugar að trúa umræddu liði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband