17.9.2015 | 04:28
Mannúðleg móttaka flóttamanna.
Innanríkisráðherra hefur rétt fyrir sér flóttamannavandinn er vandi heimsbyggðarinnar;sér í lagi vestrænna þjóða, Bandaríkin og Kanada ættu að veita Evrópu lið og taka á móti flóttafólki. Vonandi tekst að koma á samningum milli ríkja um hvað skuli taka á móti miklum fjölda. Að neyða þjóðir innan ESB um móttöku flóttafólks eykur hörmungar þessa stríðshrjáða fólks; skapar viðvarandi ófrið í samfélaginu milli nýrra íbúa og þeirra sem fyrir eru.
Umræddar þjóðir ættu að hafa alla burði fjárhagslega og siðferðilega að skapa sem flestum viðundni aðstæður að festa rætur í framandi landi.
Þar munu kristin gildi vestrænna þjóða verða það afl sem leysir vandann til frambúðar í sátt við fólkið í umræddum löndum.
Ekki náðist samstaða á neyðarfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:09 | Facebook