20.9.2015 | 20:51
Stöðugleiki í efnahagsmálum - lægri vextir -?
Vonandi tekst núverandi ríkisstjórn að ná tökum á vanda fólks og útvega leiguíbúðir á viðráðanlegu verði eða íbúðir í hóflegri stærð.
Að banna verðtryggingu með lögum er tæplega vænleg leið heldur þarf ríkisstjórnin að ná tökum á efnahagsmálunum. Verðtrygging er algengust í löndum sem styðjast við veikan gjaldmiðil og þróun verðlags er ótrygg. Við þær aðstæður er ekki forsenda að gera langtímasamninga án verðtryggingar. Ef gjaldmiðill er sterkur og lítil verðbólga í langan tíma er forsenda fyrir langtíma samningum án verðtryggingar og jafnvel föstum vöxtum.
Hér er ekki sterkur gjaldmiðill óvissa er um þróun verðlags; engin forsenda til að afnema verðtryggingu fyrr en stöðugleiki næst.
Breytilegir vextir gætu að einhverju leyti komið í stað verðtryggingar. Þá breytast nafnvextirnir með verðbólgunni- þeir eru háir þegar hún er mikil -en lækka ef dregur úr verðbólgu. En hafa slík lán marga kosti umfram verðtryggð lán? Vaxtagreiðslur geta sveiflast mjög mikið og henta ekki fólki með lágar tekjur þar sem verðbólga er mikil eins og oftast hefur verið hér á landi.
Nú hefur tekist að minnka verðbólgu verulega en vinnumarkaður enn afar ótryggur ; blikur eru á lofti og skiptir máli að laun hækki í samræmi við aðstæður. Ef ríkisstjórn og seðlabanka tekst að ná góðum tökum á efnahagsmálum og samningar takast um laun, þá munu aðstæður verða vænlegri fyrir minni efnað fólk að kaupa eða leigja sér íbúð vaxtaumhverfið verður stöðugra er leiðir af sér lægri vexti.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook