25.9.2015 | 10:45
Mál Miðausturlanda margflókin-
Gyðingar bjuggu margar aldir víðs vegar í Evrópu við mikla óvild í Þýskalandi, voru ofsóttir í Rússlandi. Í lok 19. aldar kom fram hugmynd um stofnun ríkis Gyðinga;fengu þeir styrk til flutninga til Palestínu og stofnuðu sjálfstætt ríki, 1948.
Flestir íbúanna eru Gyðingar en minnihlutahópar íslamskra, kristinnar og drúsa/arabar eru þar einnig.
Sex daga stríðið 1967 var milli Ísrael annars vegar og Egyptalands,Jórdaníu og Sýrlands hins vegar, Írak; Sádi-Arabía, Súdan, Túnis,Marokkó og Alsír lögðu fram hersveitir til stuðnings Arabalöndunum. Ísrael vann stríðið þrátt fyrir mikinn liðsmun.
Afleiðingar stríðsins hafa í dag áhrif á stjórnmál Miðausturlanda.
Talið er að Arabaríkin hafi ekki síður en Ísrael brotið alþjóðlegar samþykktir og mannréttindi, fjöldi Gyðinga flýði til Ísrael.
Palestínufólk flutti frá Ísrael til Arabaríkjanna en samlagaðist ekki heldur dvalist þar í flóttamannabúðum, hatur og óvild lifa þar góðu lífi. Jórdaníukonungur hrakti baráttumenn Palestínumanna úr landinu,- var talið að tuttugu þúsund hafi verið felldir.
Ísrael og Palestína eiga í vopnuðum blóðugum átökum vonlítið um frið á næstunni.
Mál Miðausturlanda eru margflókin en verða ekki leyst með viðskiptabanni á Ísrael gæti frekar aukið á hatur og ófrið með tilheyrandi hörmungum fyrir almenning.
Borgarstjórn má ekki sópa þessu undir teppið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:01 | Facebook