Kosnigabaráttan málefnaleg - Jón Sigurðsson í sérflokki frambjóðenda.

Kosningabaráttan hefur verið frekar málefnaleg fyrir komandi kosningar. Nefna má þar auglýsingar Jóns Sigurðssonar. Fram kemur á skýran hátt hvað hann ætlar að gera ef hann fær umboð. Upp í hugann kemur áhersla hans á menntun grunnskólabarna þar sem hann dregur vel fram hvar framtíð okkar og auðlegð er fólgin; í börnunum og unga fólkinu. Enginn vafi er á að hann muni setja velferðarmálin í forgang og skila árangri á næsta kjörtímabil

Undirrituð efast ekki um að Jón Sigurðsson muna framkvæma loforð sín, fylgja þeim fast eftir. Jón hefur sérstöðu allra frambjóðenda hvað varða framsetningu stefnu sínnar í fjölmiðlum hvað hann er einlægur og  um leið trúverðugur í framsetningu sinni. Hann hefur komið með ferskan blæ inn í heim stjórnmálanna. Hann reynir aldrei að ná fram sínu á kosnað annarrra frambjóðenda með dylgjum í orðavali.

Yfirleitt eru flokkarnir ekki illskeyttir í auglýsingum sínum en eru að nota frasa um verndun náttúrunnar og kvótakerfið sem löngu er orðinn hjáróma kór, telst ekki trúverðugur.

Aðeins örlar á illkvitni í auglýsingum Samfylkingar, verið að höfða til neikvæðra tilfinninga kjósenda. Kjósa burt þetta og hitt, nota til þess frekar ósmekkleg atriði um biðlista sjúklinga svo dæmi sé tekið.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur sviðaða "tatktikk" og Framsókn með málefnalegar auglýsingar en jafnframt hófsaman "glamúr". Þar mætti Framsókn taka sét til fyrirmyndar eftir málefnalegar auglýsingar, að koma fram með skemmtilega og málefnalegan "glamúr" í lokin ekki seinna en strax.

Að mati undirritðarar er það Jón Sigurðsson sem þarf brautargengi í þessum kosningum til að áframhaldandi góðæris og framför  næsta kjörtímabili.


mbl.is Dauf kosningabarátta að mati kjósenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarki Jóhanneson

Sæl Sigríður.
Ég verð að mótmæla þessum orðum þínum vegna þess að það er einmitt Framsókn sem hefur notað hvað skítlegustu vinnubrögðin og sett mikið út á, t.d. VG. Því miður!
Annars verð ég að segja sem grunnskólakennari að Framsókn og ríkisstjórnin í heild hefur ekki gert nokkurn skapaðan hlut í launamálum kennara og því munu fögru orðin hans Jóns falla um sjálf sig. Þvert á móti drögumst við meir og meir aftur úr og kennaraskortur mun gera vart við sig næsta haust. Aftur því miður, því ekki hefur skort fögru orðin.
Með kveðju,
Bjarki Jóhannesson

Bjarki Jóhanneson, 8.5.2007 kl. 11:59

2 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Held að ekkert jafnist á við "galdrabálið" sem er verið að kynda út af innflytjendamálinu fyrir umhverfisráherrann. Hef gert grein fyrir því  máli í blogginu og hef engu við að bæta.

Hef samúð kennurum, er kennarabarn og hef einnig kennt börnum og unglingum. Sárt til þess að vita að kennarastaðan skuli ekki  vera hærra metin. Launalega séð virðist vera verra fyrir kennara að heyra undir sveitarfélögin, gengur verr að sækja launahækkun. Þá er kennarastéttin að meirihluta konur. Því miður virðumst við ekki berjast eins fast fyrir kjörum okkar og karlmenn.

Vinstri grænir eru ekki frekar trúverðugir í launamálum kennara það sýna gerðir þeirra meðan þeir sátu í borgarstjórn. Hef mikla trú á Jóni Sigurðssyni að hann muni gera góða hluti í velferðarmálum og launamálum kennara ef hann kemst til valda.

Er ekki í Framsókn en styð Jón Sigurðsson eindregið til valda vegna mannkosta hans.

Þekki Jón persónulega, var í Samvinnuskólanum þegar hann var rektor. Hann er líklegur til að sækja sín mál fast ef hann kemst til valda og er reyndar viss um að hann mun leggja áherslu á betri laun kennara og framfarir í skólamálum.

Með kveðju og takk fyrir undirtektir.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 8.5.2007 kl. 14:06

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

 Jón er fínn náungi og líklega of fínn til að standa í þessari pólitík. Spurning hvort hann hefði ekki átta að vera áfram í Seðlabankanum og fara snemma á eftirlaun.  Það er fátt um fína drætti í mannavali á alþingi.

Sigurður Sigurðsson, 8.5.2007 kl. 17:04

4 Smámynd: Gaukur Úlfarsson

Sigríður; Þú lést athugasemdir Bjarka, um að Framsóknarflokkurinn hefði þvert á inntak pistils þíns verið allra flokka ómálefnalegastur í þessari baráttu, sem vind um eyru þjóta. Ég get ekki annað en tekið undir það með Bjarka, það er búið að vera ömurlegt að fylgjast með framsókn í þessari baráttu og hversu lágt þið hafið lagst í því að ljúga uppá einn flokk málefni og skoðanir.

Gaukur Úlfarsson, 8.5.2007 kl. 18:04

5 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Það er reyndar undarlegt að þetta sé kosningabarátta Jóns Sigurðssonar. Það eru þrjár konur sem allar eru ráðherrar flokksins og hafa verið lengi þingmenn í framboði og leiða lista. það er skrýtið að það er eins og Jón sé einn í framboði.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 8.5.2007 kl. 22:02

6 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

af hverju er allt auglýsingafé Framsóknar lagt í að auglýsa upp Jón?

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 8.5.2007 kl. 22:04

7 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Er ekki erindreki Framsóknar. Ennþá síður að ég ætli að gerast dómari um hvað er satt og hvað er logið. Dæmi hver fyrir sig en hef lýst skoðun minni á Jóni og hef leyfi til þess. Að mínu mati hefur hann verið mjög málefnalegur, "leiðnlegur þess vegna heyrist stundum". Auglýsingar Jóns eru stefna hans og markmið í hnotskurn. Hvaða félagshyggjuflokkur sem væri gæti verið fullsæmdur af Jóni sem foringja.

Hvers vegna auglýsingafjármunir í Jón? Heilbrigð skynsemi segir mér að það sé eðlilegt að kynna formanninn rækilega. Hann var ekki þekktur í stjórnmálum en er engu að síður leiðtoginn. Hvað konurnar varðar þá eru þær betur þekktar. Tek ekki að þær eigi að auglýsa séestaklega bara af því þær eru konur.

Ef Jón nær kosningu þá  hlýtur það að verða hann sem leiðir stefnuna í flokknum ef ekki þá verður erfitt fyrir Framsókn.

Takk fyrir undirtektir, með kveðju.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 8.5.2007 kl. 22:27

8 Smámynd: haraldurhar

Sæl Sigríður L.

    Eg held að þurfi ekki að fjalla mikið um Jón Sigurðsson, hvort hann sé málefnalegur eða ei, því þetta er nú svo einfallt að engar líkur er til að hann nái kostningu á þing. 

    Framsóknarflokkurinn hefur misst allan trúverðuleika, og mörgu stuðningsmönnum hans hefur ofboðið stjórnhættir hans á undangengum árum.  Sumir segja meira að segja að ætti að setja h.f., á hann.  Flokkurinn hefur meira verið eins og ráðingarskifstofa, og úthlutandi ríkiseigna sl. ár.

    Klúður Jónínu Bjartmars, og valdhroki hennar kostar flokkinn í það minnsta 2 þingmenn.   Valgerður hefur ekki valdið þeim störfum sem henni hefur verið úthlutað.   Guðni væri betur kominn sem skemmtikraftur en ráðherra, hefur eins og flestir álitu komið afarlittlu í gegn, nema þá helst dekur við hestamenn, í formi reiðhalla og reiðvega.  Hver mann ekki eftir því þegar Halldór kom út úr Þingvallabænum og lýsi því yfir að hann og varaformaðurinn hefðu ákveðið að stíga til hliðar, en loforð Guðna náði út fyrir þröskuldinn.

   Jæja þetta er næg ástæða til að ekki kýs ég Framsókn í þessum kostningum, og var þó fátt eitt upptalið.

Framsókn þarf í endurhæfingu ef hann á að lifa, að örðum kosti gengur hann inn í Sjálfstæðisfl að hluta og Samfylkinguna að hluta.

haraldurhar, 9.5.2007 kl. 00:19

9 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Er þetta ekki háðgrein hjá þér?

Tómas Þóroddsson, 9.5.2007 kl. 01:17

10 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Mér finnst kosnigabaráttan hjá vinstri flokkunumm svokölluðum, vera að ganga frá Framsókn dauðri og nota aðferðir sem mér finnst orka tvímælis smbr. árásina á Jónínu. Tilgangurinn er að komast sjálfir með Sjálfstæðisflokknum í stjórn, málefnin er ekkert spennandi hjá þeim eða nýjar hugmyndir fjarri því.

Í minni heimabyggð Austurlandi mun FRamsókn sennilega tapa  a.m.k. einum eða fveimr þingmönnum vegna þess að frambjóðendur er allir fyrir norðan. Jón Kristjánssonn hætti sem var vinsæll í heimabyggð.

Spái tölu þingmanna Framsóknar eftir kosningar og giska á töluna tíu eða öðru hvoru megin við hana. 

Með kveðju, nei skrifa ekki í háði finnst pólitískar umræður oft undir það sem mér finnst vera siðleg mörk.

Með kveðju 

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 9.5.2007 kl. 08:36

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband