Bæn Gísla frá Uppsölum:

Gísli frá Uppsölum minnir um margt á meinlætamenn/einsetumenn fyrri tíma er drógu sig út úr samfélaginu; fjarri  samtíma sínum lifði hann  meinlætalífi í innilegri bæn til Guðs.

 

 Bæn Gísla frá Uppsölum:

 Þegar raunir þjaka mig

þróttur andans dvínar

þegar ég á aðeins þig

einn  með sorgir mínar.

 

Gef mér kærleik, gef mér trú

gef mér skilning hér og nú.

 

Ljúfi drottinn lýstu mér,

svo lífsins veg ég finni.

Láttu ætið ljós frá þér

ljóma í sálu minni.

 

Eigið góðan sunnudaginnocent


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband