12.5.2007 | 05:14
Ríkistjórnin - heldur meirihluta?
Kosningar í dag byggja ekki eingöngu á föstu fylgi, tákn nýrra tíma þar sem fjölmiðlar gegna stóru hlutverki. Þeir hafa staðið sig nokkuð vel og skilað boðskap stjórnmálamanna trúverðuglega. Þótt vel megi stundum heyra og sjá að Stöd2 er miðill Samfylkingar/stjórnarandstöðunnar. Þær skoðanakannanir sem hafa verið birtar eru misvísandi hjá þessum tveimur fjölmiðlarisum (RUV) hér á landi. Kemur í ljós eftir kosningar hversu trúverðugar skoðanakannanir hafa verið yfirleitt. Skoðanakannanir eru frekar til bóta ef eitthvað er. Ekki skoðanamyndandi í eina átt frekar en aðra og er það vel. Ef til vill hafa þær valdið skörpum skilum á milli stjórnar og stjórnarandstöðu, sem að mati undirritaðrar hafa kallað fram málefnalega umræðu en samt ekki hatramma.
Fram hefur komið hjá Vinstri grænum að banna eigi stór loforð ráðherra til framfara fyrir kosningar. Hvað rök eru fyrir því að ekki megi leggja línurnar til góðra verka áður en látið er af störfum? Aldrei getur neinn ráðherra náð öllu fram sem hann vill. Með því að sýna vilja sinn í þeim málum sem ekki hafa náðst fram gefur hann komandi ríkistjórn og embættismannavaldinu tóninn sem er skynsamlegt. Síðan er það hlutverk komandi stjórnarandstöðu hver sem hún er og fjölmiðla að halda vöku sinni.
Að framansögðu að er það ekki lýðræðislegt fyrirkomulag að ætla að banna ráðherrum með lögum stefnumörkun fram í tímann; er í rauninni höft á frjálsa hugsun.
Undirrituð gengur nú í fyrsta sinn til kosninga með það í huga hvaða ríkistjórn hún telur líklegasta umbóta í velferðarmálum og atvinnuálum.
Ef margir eru sama sinnis þá getur það kallað fram á meiri samstöðu á vinstri væng stjórnmálanna í framtíðinni en nú er.
Hafa kannanir áhrif á kjósendur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:43 | Facebook
Athugasemdir
Flokkurinn þinn Laufey fær það sem hann verðskuldar.Okkar hlutverk er að vera málefnaleg og bera virðingu fyrir skoðunum annara.Ég er þess fullviss,að hið langa samstarf Framsóknar við íhaldið hefur orðið til þess,að kjósendur hafa ekki séð nægjanlegan greinarmun á stefnu flokkanna.Afleiðingin er sú ,sem Framsóknarfl.stendur nú frammi fyrir.Ég held að það hafi verið mikil mistök,að Framsóknarfl.sé að boða áframhaldandi samstarf við íhaldið.
Kristján Pétursson, 12.5.2007 kl. 16:45