16.10.2015 | 05:09
Ofurhetja í mannlifinu.
Átakanleg saga lítils barns er gengur í gegnum meiri erfiðleika í lífinu en nokkur getur gert sér í hugarlund ; þrátt fyrir allt er það umhyggja og kærleikur er verndar hann gegnum brim og boða andlegra veikinda móður hans sem ekki er sjálfráð gerða sinna.
Með undarverðum hætti kemst hann í gegnum hatur og reiði til geðveikrar móður er verður litlu systur hans að bana.- við bætist eigin notkun eiturlyfja.
Ekki síst vegna kærleika og umhyggju afa og ömmu er reynast honum mikilvæg kjölfesta.
Það er alltaf von, lífið er það dýrmætasta sem við eigum og það eina sem við megum ekki gera er að stoppa, segir þessi unga unga afrekshetja að lokum.
Er það ekki þrátt fyrir allt neisti vonarinnar er verður hans sterkasta haldreipi; hinn guðlegi neisti trúar, vonar og kærleika er býr í brjósti sérhvers manns?
Maðurinn sem lifir með harminum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:11 | Facebook