13.5.2007 | 17:21
Skilaboðð þjóðarinnar - ekki vinstri stjórn.
Skilaboð þjóðarinnar eru skýr þrátt fyrir lítinn meirihluta. - ekki vinstri stjórn. Þótt Framsókn hafi tapað ber henni skylda til að axla ábyrgð og halda áfram stjórnarsamstarfinu ef svo ber undir.
Framsókn hefur orðið fyrir póltískum ofsóknum illskeyttra andstæðinga. Við því er ekkert að gera nema halda áfram. Viðbætt samstarf við frjálslyndra hefði getað komið til greina en innkoma Kristins H. Gunnarssonar nær útilokar þann möguleika þar sem hann var mjög erfiður í samstarfi við Framsókn á síðasta kjörtímabili.
Ef Framsókn ætlar að lifa af sem stjórnmálaflokkur verður hún að taka áhættuna og halda áfram stjórnarsamstarfi.
Geir og Jón funda í kjölfar kosninganna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta kusu 48,3% þjóðarinnar yfir okkur. 11,7% kusu Framsóknarófétið og eins og með 6,3% mann þeirra sem er valdamesti maður Reykjavíkur getur það gerst að 50% ráðherra og nefndarmanna komi frá þessari ólýðræðisvaldaklíku. Þá skiptir engu hvort þeir hafi raunverulegt umboð á bakvið sig. Það eru bara völdin og bittlingarnir sem skipta máli.
Bjarni Harðar er kannski maðurinn sem getur breytt Framsókn aftur í stjórnmálaflokk en Framsókn á að draga sig í hlé núna.
Ævar Rafn Kjartansson, 13.5.2007 kl. 17:28
Ég tel að Geir H. Haarde muni leysa úr þessu máli farsællega. Vik stjórn með sterkan málefnagrundvöll hefur allt að vinna að mínu mati. Spurning hvað Framsóknarmenn treysta sér til...í sárum? Það var mjög óvægin umfjöllun um þá sammála því. Það var gefið út veiðileyfi á þá af vinstri flokkunum. Fjölmiðlar nýttu sér það.
Vilborg Traustadóttir, 13.5.2007 kl. 17:32
Rétt hjá Ævari.
Skilaboð þjóðarinnar eru þessi: Meirihlutinn vill nýja ríkissstjórn og aðeins 11,7% treysta Framsóknarflokknum best til að fara með stjórn landsins. Kjósendur hafa þar að auki hafnað formanninum.
Ef ríkisstjórnarflokkarnir fara ekki eftir þessum skilaboðum þjóðarinnar verður að leita lengi til að finna annað eins tilvik, þar sem valdgræðgi hefur svo gjörsamlega spillt mönnum að þeir eru bæði blindir og heyrnarlausir gagnvart vilja kjósenda.
Bjarni Þór Sigurbjörnsson 13.5.2007 kl. 17:38
Eitt er víst að þjóðin var ekki að kjósa Framsóknarfl.til áframhaldandi setu í ríkisstjórn.Höfnun þjóðarinnar var algjör gagvart flokknum.Hann á að bera virðingu fyrir þeirri niðurstöðu og það er líka siðferðisleg skylda hans.Það er rétt hjá Ævari,að ríkisstjórnin hélt velli með minnihluta atkvæða.
Kristján Pétursson, 13.5.2007 kl. 17:43