14.5.2007 | 07:17
Ekki önnur staða - en frekara stjórnarsamstarf.
Nú eftir kosningarnar er tæplega önnur staða í spilunum fyrir Framsókn en núverandi stjórnarsamstarf.
Kosningarnar snerust um að koma stjórninni frá sem var aðal kosningamál stjórnarandstöðunnar. Má segja að fjölmiðlar hafi lagt þeim lið ljóst og leynt. Heiftarleg árás á Jónínu Bjartmarz og frekar neikvæðari skoðanakannanir voru áberandi á Stöd2 stjórnarandstöðunnar í hag. Þá voru skrif Fréttablaðs og blaðsins frekar á bandi stjórnarandstöðu.
Engu að síður þarf Framsókn að taka til í eigin ranni í stefnu sinni. Einhliða stefna í Evrópumálum um inngöngu Íslands er óviðunandi. Þótt Jón Sigurðsson hafi lýst yfir að ekki yrðu neinar breytingar í átti til inngöngu aðeins nú fyrir kosningar er það ekki trúverðugt þegar litið er til baka í stefnu flokksins. Ráðandi öfl í flokknum hafa þar tögl og haldir nú sem fyrr.
Þessi staða hefur hefur óefað fært Vinstri grænum mikið fylgi í kosningunum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur náð góðri málamiðlum milli flokksmann sinna í ESB-málum meðan Framsókn hefur beinlínis flæmt þá sem ekki eru Evrópusinnar úr flokknum. Undarleg framkoma í ljósi þess að Framsókn vill telja sig þjóðlegan félagshyggjuflokk. Samt virðist engin málamiðlun ríkja eða sátt innan flokksins í þeim málum.
Hvort sem Framsókn verður í áframhaldandi stjórnarsamstarfi eða ekki þá mun hann eiga framtíð sína undir því að mismunandi skoðanir fái að njóta sín innan flokksins.Flokkurinn hefur reynt að staðsetja sig í borgarsamfélaginu en mistekist. Vinstri grænum hefur tekist það betur á kostnað Framsóknar vegna einstrengslegra framkvæmdar í stefnu Framsóknar.
Hvort sem Framsóknarflokkurinn verður áfram í stjórn eða ekki stendur hann á þeim tímamótum hvort hann lifir áfram í stjórnmálum. Verði umbótasinnaður þjóðlegur félagshyggjuflokkur? Framsóknarflokkurinn er betur settur í núverandi í stjórnarsamstarfi ef hann hyggur á áframhaldandi lífdaga. Samstarf í vinstri stjórn mun endanlega flýta fyrir endalokum flokksins í stjórnmálum og yrði það sorgleg niðurstaða
Líklegast að stjórnin sitji áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:04 | Facebook
Athugasemdir
Ég lýsi frati á fréttastofu Sjónvarpsins, þeir margsögðu að stjórnin væri fallin þó svo væri ekki. Og voru að setja upp stjórnarmöguleika sem voru að mínu mati ekki inni í myndinni í ljós þess að Geir Haarde var að vinna á og hélt sínu umboði. En óskhyggjan var mjög sterk um að stjórnin væri fallin. Svo sé ég ekki að 1 maður í plús sé veik staða hjá stjórninni en sterk staða hjá vinstri flokkunum, en þessu var haldið fram á kosninganótt. Sjáum hvað setur.
Valgerður Sigurðardóttir, 14.5.2007 kl. 09:32