Ábyrgð fjölmiðla er mikil þegar viðkvæm mál eins og náttúrvernd eru notuð gegn raforkuframleiðslu, háhitavirkjunum og vatnsaflsvirkjunum hér á landi; að ekki sé verið að slá ryki í augun á fólki um hvað virkjanir snúast. Björk, tónlistarkona og Andri Snær, umhverfissinni ruddust fram með blaðamannafundi og yfirgangi til verndar raforkuauðlindumí krafti peninga og frægðar; Gísli Marteinn fylgdi fast eftir með sjónvarpsþætti í ríkissjónvarpi á RÚV í gærkveldi.
Gott væri fyrir Björk, Andra Snæ, Gísla Martein og þeirra kynslóð að íhuga hvers vegna þeim hlotnaðist gott viðurværi og menntun er þau byggja á tilveru sína og velgegni. Er það ekki vegna virkjunarframkvæmda síðustu aldar og verðmætra fiskimiða?
Umræðan getur tæplega snúist um að nýta ekki auðlindir landsins það er undirstaða lífsafkomu komandi kynslóða eins og verið hefur. Kynslóðir 21aldar munu þurfa á þeim að halda til að geta búið í velferðarsamfélagi áfram. Rétt eins og núverandi kynslóð og kynslóðir síðustu aldar nutu framfara og velsældar vegna umræddra auðlinda.
Hins vegar ætti umræðan um friðuð svæði að fara fram jafnframt ákvarðanatöku um virkjanir. Þá verða til fleiri svæði líkt og Vatnajökulsþjóðgarðurinn. Um hlutlæga umræðu þar af lútandi ættu umrætt fólk að beita sér fyrir; í krafti peninga sinna frægðar og áhrifa.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:51 | Facebook