9.11.2015 | 10:00
Verður "stóriðju-ferðamennska" - vandamál framtíðar?
Skúli Mogensen, flugrekandi fór mikinn á Rás2 í morgun til varnar Björk, tónlistarkonu og Andra Snæ,umhverfisverndursinna vegnaárásar þeirra á virkjunarframkvæmdir hér á landií þágu náttúruverndar. Fleira gæti hangið á spýtunni hann á mikilla hagsmuna að gæta með sókn sinni inn á ferðamannaiðnaðinn í flugsamgöngum?
Umræða um verndun náttúrunnar er mikilvæg en getur ekki verið eign sérstakra stjórnmálaflokka eða listamanna; má telja að umræðan hér á landi þyki sjálfsögð og sívirk þegar virkjanaframkvæmdir koma til álita.
Skúli Mogensen ætti að líta sér nær um að ferðamanniðnaður stefni ekki í að verða stjórnlaus stóriðjuferðamennsku ;auk þess er skiplag um aðgengi ferðamanna hér á landi í skötulíki engin samstaða hvorki hjá stjórnvöldum eða ferðaþjónustu, ef ekki tekst að ná viðundandi lausnum getur orðið stórfellt náttúruslys vegna of mikils ágangs ferðamanna og græðgi ferðaþjónustufyrirtækja þar með talinn flugrekstur.
Þá fór Skúli Mogensen með rangt mál að tekjur af ferðamönnum sköffuðu þjóðarbúinu hæstar útflutningstekjur.
Undirrituð birtir hér að neðan útreikninga Hagstofu Íslands er lýsir heildarútflutningstekjum ferðaþjónustu með sterkum rökum:
Hagstofan: Þar með er talað um að ferðaþjónusta sé orðin sú atvinnugrein sem afli þjóðarbúinu mestra gjaldeyristekna. Ekki er þó allt sem sýnist. Þegar málið er skoðað betur og þá hvað er átt við með tekjur af erlendum ferðamönum hérlendis og erlendis stenst þetta ekki skoðun.
Þau rúmu 40 prósent sem eftir standa eru vissulega hluti af útflutningstekjum íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu en hafa lítið með erlenda ferðamenn sem koma til Íslands að gera.
Þessi rúmu 40% samanstanda af:
- Tekjum af starfsemi íslenskra flugfélaga erlendis
- Leigutekjum íslenskra flugfélaga erHendis
- Tekjum af farandverkafólki, áhöfnum skipa og flugvéla, námsmönnum að utan og sjúklingum sem koma hingað í leit að lækningu
- Tekjum af millilendingarfarþegum sem aldrei fara út fyrir Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Heildarútflutningstekjur eru aðeins upplýsandi í samhengi við gjaldeyrisjöfnuð, áhrif ferðaþjónustu á verðbólgu og gengi krónunnar. Samanburður þessara tekna við framleiðslugreinar á borð við sjávarútveg og stóriðju, eins og sá sem vísað var til hér í upphafi, gefur ekki rétta mynd af ferðaþjónustu í landinu. Réttara væri að horfa á slíkan samanburð út frá neyslu erlendra ferðamanna sem koma hingað til lands og er það í takti við alþjóðlegar forskriftir, sem jafnframt skapa grunn til samanburðar við tekjur af ferðaþjónustu í öðrum löndum. Í þessu ljósi má sýna á mynd raunverulega stöðu íslenskrar ferðaþjónustu (neyslu erlendra ferðamanna sem hingað koma) í samanburði við sjávarútveg og stóriðju.
(Skýrsluna má skoða í heild sinni hjá hagstofunni)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:06 | Facebook