12.11.2015 | 11:09
"Nýtt Þjóðarsjúkrahús?"
Skóflustunga að sjúkrahóteli var tekin með pompi og pragt eins og það sé mest áriðandi bygging fyrir velferðarkerfið? Eru ekki til nógar ónotað byggingar er urðu til í hruninu og eru í eigu ríkisins sem hefði mátt nota fremur en að byggja rándýrt nýtt hótel og virðist alls ekki ljóst hvort þjóðarsjúkrahúsið rísi við gamla landspítalann?
Hvar á landspítalinn að vera staðsettur hefur verið í deiglunni á annan áratug. Umfjöllun í Kastljósi sýndi það glögglega engin samstaða hjá fagfólki hvergi kom fram hvað yrði hagkvæmt fyrir sjúklingana er þar munu verða til lækninga. Skýrslur og nefndir með tilheyrandi tæknimenntu aðstoðar hafa komið og farið; verðugt verkefni fyrir ríkissjónvarpið að kafa ofan í þann kostnað.
Fyrsta skóflustungan að sjúkrahótelinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.11.2015 kl. 12:38 | Facebook