Póltískur rétttrúnaður- ógn við frelsi og lýðræði.

Undirritaðri  varð ljóst að svokallaður  „ pólitískur rétttrúnaður“ væri staðreynd þegar núverandi borgarstjóri lýsi því yfir í fjölmiðlum eftir síðustu kosningar að Framsóknarflokkurinn væri ekki stjórntækur  - frambærileg rök komu ekki fram enda tæplega til í lýðræðisríki þar sem málfrelsi  er undirstaðan.

Umrædd skoðun virðist vera í hávegum höfð hjá ESB – að því er virðist meðal valdafólks í kerfinu/samfélaginu; vel menntuðu fólki sem telur sig hafa rétt til að ráða og stjórna í krafti menntunar sinnar.

Minnir á tilurð og stefnu  nasista;  er varð til  í skjóli ritskoðunar, frjáls umræða þögguð  niður; gekk svo langt að „ósæskilegu“ fólki útrýmt.  Jarðvegurinn varð m.a. til í háskólasamfélaginu þar sem stúdentar í námi voru hafnir yfir lög og rétt í samfélaginu – óðu um með dólgshætti og lögleysu án nokkurrar ábyrgðar.

Samfélagið  er varð til með ofangreindum hætti er ógn við allar lýðfrjálsar þjóðir – upplýsing og málfrelsi fót um troðið. Ef fólk hefur ekki forsendur til að taka skynsamlegar ákvarðanir  er mikilvægt að leita í  uppeldis – og menntakerfi; hvernig fjölmiðlar setja fram mál- er þar fólk nægilega upplýst með velferð almennings í huga?

Viljum við samfélag  þar sem menntafólk/stjórnmálaflokkar  ákveða  hvað skuli ræða og framkvæma  í samfélaginu og hvað ekki?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband