24.11.2015 | 11:15
Dómstóll götunnar - sívirk umræða?
Í lýðræðissamfélögum hljóta að kom fram mismunandi skoðanir áháð lögræðulegu áliti með löggjafann að baki sér; mannanna verk eru og verða aldrei fullkomin þó lög teljist.
Samfélagið reynir með menntun að gera einstaklinga sjálfstæða í hugsun og ófeimna að tjá sig. Siðfræði er viðurkennd fræðigrein og heldur fram boðskap með rökumstuddum samræðum og skoðunum um samfélagsmál er á rætur sínar í kristin gildi.
Hið umdeilda nauðgunarmál fellur undir siðfræðilega umræðu í fullum rétti; þar sem vettvangur almennings er til að tjá sig hvernig sem dómstólar dæma.
Frá siðfræðilegu sjónarmiði er það rangt að fimm karlmenn noti sér kynferðislega sextán ára stúlku hvort sem hún er drukkin eða ekki.
Þeir sem telja sig hafna yfir siðferðileg sjónarmið og kristileg gildi kalla álit almennings "dómstól götunnar með tilheyrandi lítilsvirðingu".
Dómstóll götunnar er ekki síður mikilvægur en dómstóll löggjafarvaldsins og vísbending um að siðfræðileg vitund er til staðar og á að vera sívirk í umræðunni; það er mergurinn málsins?
Mál Bigga löggu til skoðunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.11.2015 kl. 20:14 | Facebook