26.11.2015 | 14:32
Schengen - upplýsingar takmarkaðar-
Takmörkun persónufrelsis er vissulega fórn á mannréttindum en öryggisleysi vegna ótta við hryðjuverk við heimili og fjölskyldur er staðreynd. Verra ef tekið yrði upp fyrirkomulagið í ríki fyrrverandi Sovét-kommúnista þar sem fólk var handtekið án dóms og laga eftir vísbendingum frá skósveinum kerfisins.
Engu að síður er lögregluvaldi takmörk sett og verður að teljast tímabundið neyðarúrræði.
Gagnagrunnur Schengen er nú talin gagnslaus að hindra för glæpamanna/ hryðjuverkamanna er hafa ESB-vegabréf eða gallalaus fölsuð skilríki; meðan svo er grípa þjóðir innan þess til eigin varna.
Hvernig ætlar ESB a bregðast við umræddri hryðjuverkaógn; ekki verður við unað af ríkjum Evrópu að búa við Schengen- landamæri þar sem því næst allir komast í gegnum fyrirhafnalaust?
Víðtæk völd til lögreglunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook