Harmleikur - nauðgun sýknuð?

Móðir stúlkunnar er kærði fimm karlmenn fyrir nauðgun var í viðtali á 365 í gærkveldi; þar talaði skynsöm reið móðir - sagði frá málinu eins og dóttir hennar greindi frá. Kom fram að upplifun stúlkunnar væri að henni hefði verið nauðgað – ekki falleg sagan um myndbandið frá atburðinum sem hún varð að horfa á en hafði lítið að segja í málsmeðferðinni.

Piltarnir voru sýknaðir samkvæmt laganna bókstaf – eftir stendur reiði almennings – dómur götunnar hefur verið kveðinn upp og má telja verri fyrir piltana en að játa brot sitt og iðrast gerða sinna eins og móðirin lagði til.

Réttvísin situr eftir með ásökun almennings fyrir getuleysi í dómsmálum kynferðisbrota – getur ekki komið refsingu yfir svo alvarlegan glæp sem nauðgun er?

Tek undir með móðurinni: „Piltunum er vorkunn að sitja uppi án sakfellingar – því miður verður það þeim erfitt líf“.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband