28.11.2015 | 20:58
Fyrsti sunnudagur í Aðventu
Fyrsti sunnudagur í Aðventu er á morgun þá er kveikt á spádómskertinu sem táknar spádóm Biblíurnar um komu Krists.
Kristur gekk meðal þjóðar sinnar sem þátttakandi í samfélaginu í sorg í gleði. Þekkti einsemd og fátækt; allt mannanna böl.
Var ofsóttur sakir trú sinnar, að lokum niðurlægður og deyddur á krossi eins og tíðkaðist meðal sakamanna á þeim tíma.
Boðskapur Krists stendur engu að síður óhaggaður, sigurinn er hans þrátt fyrir allt. Hann niðurlægði sig fyrir alla menn til að hjálpa þeim með sigri sínum í dauðanum og upprisunni.
Lítil stund við kertaljós er mikilvæg í kyrrð - látum fallegar hugsanir líða um hugann ; Aðventan er góður undirbúningur undir jólahátíðina .
Eigið góða Aðventu
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook