"Ómenningarþáttur" Gísla Marteins á RÚV?

Þátturinn með Gísla Marteini á RÚV Í kvöld hófst með stórkynningu á gifsfæti/meiðslum hans þar sem hann lék „yfirborðskenndan miskunnsama samverjan“ með bros á vör geri aðrir betur.Valinkunnir viðmælendur komu fram, Dagur  B. Eggertsson borgarstjóri, Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir (Lækna-Tómas) og Ólafía Hrönn Jónsdóttir, leikari.

Fyrsta mál á dagskrá var Donald Trump, verðandi forseti USA. Afhroð Samfylkingar féll í skuggann hjá borgarstjóranum  hann yfirkominn af vanlíðan yfir sigri Trumps;  ýtti frekar undir hatursáróður gegn honum, sama hjá Tómasi, skurðlækni hafði hann mikla vanlíðan yfir sigri Trumps, gagnrýni/skítabrandara  Ólafíu Hrannar, leikara eru ekki hafandi eftir .

Framagreint fólk hefði mátt gæta orða sinnar betur frammi fyrir alþjóð; reynt að bera vopn á klæðin. Trump hefur látið stór orð falla  enga síður hefur hann lofað að bæta atvinnulíf þjóðar sinnar  ekki er vanþörf á, frú Clinton eyddi miklu meiri fjármunum í kosningabaráttu sína en Trump  hafði auk þess stóru fjölmiðlana að baki sér; lýðræðið lætur ekki að sér hæða niðurstaðan er óumdeild.

Borgarstjórinn og Tómas, skurðlæknir hafa orðið fyrir óvæginni gangrýni þó með meiri rökum en hér átti sér stað, Dagur B fyrir lélega stjórn í fjármálum og niðurskurði í leikskólum, skurðlæknirinn fyrir aðild sína að svokallaðri barkaígræðslu – aðgerð. Ætlast hefði mátt til meiri hógværðar af þeirra hálfu;  þeir hefðu sýn lýðræðislegum  forsetakosningum virðingu í það minnsta.

Ekki annað hægt en að minnast á „fréttaþátt“ Atla Fannars þar sem samskipti þeirra Bjarna Ben. Sjálfstæðisflokki og Katrínar Jakobsdóttur Vinstri grænum í stjórnarmyndunarviðræðum var lýst með klúrum hætti er hefði mátt sleppa. Þá lýsti hann yfir að ekki væri í landinu starfhæf stjórn sem eru ósannindi allt er í réttum og löglegum farvegi  við tilraunum til stjórnarmyndunar – ef það tekst ekki verður forsetinn ekki í vandræðum að skipa utanþingsstjórn.

Er svona framkoma í samræmi við stefnu RÚV; er það virkilega svo að lýðræðislega kosningu beri ekki að virða með réttmætri  gagnrýni með rökum? Er það stefnan að „gott frægt fólk“ í sviðsljósinu  gefi álit sitt   með sleggjudómum um menn og málefni þjóðinni til uppbyggingar og sjálfsvitundar, soglegt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband