16.11.2016 | 22:06
Vinstri stjórn - eða Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur - og Framsókn?
Samkvæmt ritúali Vinstri grænna mun Katrín reyna stjórnarmyndun til vinstri niðurstaðan úr þeim viðræðum gæti ráðið framtíð Katrínar sem stjórnmálamanns í bráð og lengd. Samþykki hún áframhaldandi aðildarviðræður við ESB án þess að þjóðaratkvæði fari fram mun það veikja hana verulega og reynast henni erfitt. Leiksýningin mun halda áfram ef Katrín reynist föst fyrir þá munu flokksbrotin heltast úr lestinni eitt af öðru.
Þá stendur Katrín eftir og ræður för líklega með alla þungavigtarmenn á sínu bandi í flokknum er vilja ganga til samninga við Sjálfstæðisflokkinn. Þriðja flokkinn þarf svo sterkur meirihluti náist og stjórnin standi á föstum grunni: að líkindum mun það verða Framsókn (Björt framtíð?); en Katrín verða forsætisráðherra í umræddri stjórn.
Viðræðurnar hefjast í fyrramálið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook