16.9.2017 | 10:15
Um hvað snúast komandi Alþingiskosningar?
Um hvað snúast komandi Alþingiskosningar? Dæmdur veikur barnaníðingur fær uppreisn æru eftir afplánun dóms,samkvæmt núgildandi lögum; er sannarlega þurfa breytinga við.
Samkvæmt fjölmiðlum síðustu daga snýst málið um að faðir forsætisráðherra hafði skrifað undir náðunarbeiðnina tók síðan snöggum breytingum þegar Björt framtíð stökk úr stjórnarsamstarfinu um miðja nótt vegna trúnaðarbrests en hver var "trúnaðarbresturinn"?
Birgitta píratadrottning geystist fram á sviðið með brauki og bramli; lýsti yfir að hún gæti starfað með öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokknum.
Sama staða var komin upp og eftir Kastljósupphlaupið fræga um Panamaskjölin og Sigmund, þáverandi forsætisráðherra en missti nú marks; fáeinar hræður mættu á Austurvelli til að fylgja eftir upphlaupinu.
Snúast komandi kosningar um að stjórna landinu með brauki og bramli; eða vill þjóðin stjórn með festu og hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:18 | Facebook