17.9.2017 | 21:42
Kynferðisbrotafólk ævilangt á sakaskrá?
Fjölmiðlar erlendis og hérlendis hafa birt misvísandi fréttir um að barnaníð hafi fellt ríkisstjórn Íslands; og birt myndir samtímis af Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra.
Oftar en ekki blása fjölmiðlar út mál til að ná eyrum almennings með hæpnum forsendum. Undirrituð er ekki að mæla með að umræddur barnaníðingur fái með uppáskrift valinkunnra manna uppreisn æru sinnar ævilangt.
En koma ekki lögfræðileg, kristileg siðfræði og mannréttindi til greina í framangreindri umræðu. Lög um uppreisn æru eiga alls ekki við í nútímanum; hvaða álitmál koma til greina þegar umræddum lögum verður breytt?
Læknar eru sviptir starfsleyfi um lengri eða skemmri tíma jafnvel ævilangt vegna brota í starfi; þarf einnig að gilda um barnaníðinga.
Lögfræðingur er fremur slík lögbrot á að hljóta sama dóm og læknar.
Allir er fremja kynferðisbrot á börnum (og nauðganir)eiga að sitja í fangelsi fyrir brot sín. Ekki gengur að umræddir sakamenn fái uppreisn æru og þar með hreint sakavottorð.
Gera ætti að skyldu að umræddir sakamenn séu undir eftirliti geðlæknis/læknis um lengri eða skemmri tíma. Að þeir verði alla ævi á sakaskrá en geti unnið önnur störf eftir eftir því sem við verður komið með stuðningi umræddra lækna.
Framan greindar hugmyndir eru ekki tæmandi en gætu ef til vill lyft umræðunni í víðari samhengi kristilega, siðferðilega og löglega.
Umræddir menn verða ekki sviptir tækifærinu til lifa og starfa á öðrum vettvangi; það er mannréttindabrot.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.9.2017 kl. 12:55 | Facebook