18.9.2017 | 22:33
Eignaupptaka eldri borgara - brot á stjórnarskrá?
Almennt tjá stjórnmálamenn í fjölmiðlum, að ekki sé áhugi fyrir kosningum; en hver eru rökin? Stjórnarslitin komu eins og þruma úr heiðskíru lofti sumir undrandi margir ánægðir með fráfarandi atkvæðalitla stjórn.
Komandi kosningar gætu sýnt góða þátttöku ekki síst vegna þess að allir eru þreyttir á óstöðuleika jafnvel stjórnleysi.
Flokkur fólksins gæti skorað hátt nýr tónn þar sem fólk er minna má sín getur fundið sig enginn vafi.
Eldri borgara geta tæplega treyst núverandi flokkum sem lofa öllu fögru fyrir kosningar svo er málið dautt. Að vaða ofan í vasa eldri borgara og taka af fjármunum þeirra er þeir hafa greitt skatta og skyldur af er brot á stjórnarskrá. (Stjórnarskrá Íslands sjöundi kafli, 72. Grein)
Hvergi kemur sú hugsun fram, að ellilífeyrir sé aðeins trygging fyrir eignalaust fólk. Ef jafna á laun allra ellilífeyrisþega taka inneignir þeirra; þá gildir það einnig um launþega til þess þarf breytingu á stjórnarskrá.
Hvers vegna ekki að taka af þeim hæst launuðu og jafna það út svo allir hafi sömu tekjur, - sleppa menntun og reynslu og setja upp rússneska rúllettu eða N - kóreskt fyrirkomulag?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.4.2018 kl. 22:11 | Facebook