25.5.2007 | 21:16
Nægileg umræða um ofbeldismál - núverandi ríkisstjórn komi með lausnir á vorþingi!
Enn eitt ofeldismálið gegn börnum á barnaheimilinu Kumbaravogi í sjónvarpinu í kvöld. Síðan viðtal við einn þolandann sem greindi trúverðuglega frá því að a.m.k. fjórir aðrir drengir hefðu orðið fyrir sama ofbeldi og hann. Nú hefur verið fjallað um þessi ofbeldismál af svo miklu kappi í fjölmiðlum að mörgum finnst nóg komið. Hætta er á að þessi umfjöllun gæti snúist upp í andhverfu sína og fólk hætti að leggja eyrun við. Nóg er komið af framagreindri umræðu og málið ætti að snúast fremur um innra eftirlit á meðferðarheimilum svo sem fatlaðra, geðfaltlaðra og fyrir eiturlyfjafíkla.
Það fólk sem vinnur að umræddum heimilum hvort sem um fagaðila eða ófaglærða er að ræða getur ekki búið við það í framtíðinni, að ekki sé um sterkt aðhald að ræða á innra eftirliti. Yfirgnæfandi meirihluti starfsmanna á umræddum stofnunum er mjög gott starfsfólk. Getur ekki búið við framangreindar aðstæður, að nokkrir aðilar getir skaðað skjólstæðinga án frekara eftirlits. Þess vegna þarf að setja á stofn teymi, sem fólk gæti leitað til bæði starfsmenn og þeir sem verða fyrir ofbeldi. Það eftirlit sem hefur átt að vera viðrist ekki hafa borið nægilegan árangur. Það gefur auga leið að til þess þarf nýja hugsun og skiplagningu. Umræður milli stjórnenda/starfsmanna og þeirra sem með þessi mál myndu fara. Ekki aðeins hvað varðar faglega/siðlega meðferð heldur einnig sífelld mannúð og mildi sé ætíð jaframt allri meðferð.Þá kom fram í gær að hópur/teymi sérfræðinga hafa lagst gegn staðsetningu Breiðuvíkurheimilisins og afstaða barnaverndar hafi ráðið endanlega. Ætla má að sérfræðinar/teymi geti haft miklu meiri áhrif á umrædd mál nú, málin komist í mannúðlegri horf en áður var. Að yrði fastur liður í starfseminni að fyrirbyggja ofbeldi á stofnunum eftir því sem mögulegt er með beinum stuðningi fagaðila sem ekki væru starfsmenn viðkomandi meðferðarheimila.
Þær kröfur hljóta að verða gerðar til núverandi ríkisstjórnar og heilbrigðisráðherra að gerðar verði úrbætur og eftirlit með umræddum stofnunum. Að ekki sé minnst á Unga Ísland, stefnu Samfylkingar í málum barna sem á að framfylgja í núverandi stjórnarsáttmála.
Að framansögðu ætti ekki að vera neitt til fyrirstöðu að á komandi sumarþingi verði þessi mál tekin upp og innra eftirlit komist á laggirnar sem fyrst. Nægilega mörg orð hafa fallið í umræðunni í bili og tími kominn til nýrrar hugsunar skipulagningar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:19 | Facebook