Nei, ekki ráðherra – Ágúst Ólafur er karlmaður?

Sitt sýnist hverjum um val ráðherra í nýrri ríkisstjórn og hefur Ingibjörg Sólrún frekar notið sannmælis um val ráðherra. En í hennar hennar ráðherravali varð Ágúst Ólafur ekki  ráðherra vegna þess að hann var karl þótt hann væri í fremstu forystu Samfylkingar. Undarlegt val þar sem um er að ræða varaformanninn. Auk þess hefur Ágúst Ólafur verið sérstakur talsmaður barna sem forgagnsverkefni. Að mati undirritaðrar hefur Ágúst Ólafur verið í sérflokki síns flokks hvað varða málefnalegar umræður í stjórnarandstöðu. Aldrei verið með óþarfa skæting heldur fylgt málum eftir með festu og röklegri stefnu í umfjöllun sinni um barvænt og réttlátt samfélag fyrir alla. Telja má að hann njóti meiri vinsælda langt úr fyrir sinn flokk meira en núverandi forysta í ríkistjórn, þau Ingibjörg og Össur.

Þrátt fyrir jafnt val karla og kvenna í ríkisstjórn  endurspeglar valið tæplega þá jafnarastefnu sem ætti að einkenna Samfylkinguna. Ágúst Ólafur er í sérflokki hvað varðar þau mál sem hann hefur sett fram og eru mál beggja kynja. Hann hefur gengið fram fyrir skjöldu málefnum fjölskyldunnar sem er ekki áberandi meðal karla í stjórnmálum.  Má ætla að hann hefði orðið glæsilegur fulltrúi sem ráðherra beggja kynja í umræddum málum, náð góðum árangri þess vegna. Haft sterka stöðu í jafnréttismálum sem ráðherra endurspeglað bæði kyn í stefnu fokksins sem verður að teljast sjaldgæft í íslenskum stjórnmálum. Jóhanna Sigurðardóttir og Ágúst Ólafur hefðu saman verið  glæsilegir fulltúrar í ríkistjórn til árangurrs  betra velferðarsamfélags  hér á landi. Það er sú stefna sem hlýtur að vera markmið jafnaðarmanna en hefur að mati undirritaðra ekki verið nógu áberandi í stefnu Ingibjargar Sólrúnar og Össurar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband