15.10.2019 | 19:59
Heilbrigðiskerfið -Heibrigðiráðherra
Þörf umræða að brjóta til mergjar vinnufyrirkomulag frá augum þess er hefur kynnst veruleikanum sem sjúklingur; hef dvalið á fimm stofnunum á stuttum tíma.
Sérhæfingin alls ráðandi -allt er komið undir einn hatt-sjá um matinn,aðhlynningu ófaglærðra - þá sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingar.
Starfsfólkið gerir sitt besta, er undir miklu álagi,séð með augum sjúklings- og starfsmanna - nánast sem stjórnleysi þeirra í milli; ef fólk veikist þá er lítil sem engin skipulagning hvað sé nauðsynlegt að gera þann daginn.
Nóg er álagið þó skipulagsleysi og stjórnleysi bætist ekki við. Eiginlega allt komið í kerfi -lítil samskipti milli fólks -má segja að kerfið sé eins og grimmt dýr sem engum þyrmir.
Fer ekki dýpra í sérhæfinguna en er til staðar upp allan skalann. Sjúklingar er fara t.d. í krabbameinsskurð, hálfgert færiband - sjúklingurinn orðinn verkefni - lítil samskipti, margir fara inn skelfingu losnir;en það er engin miskunn -þarf að ganga fljótt fyrir sér.
Verðugt verkefni fyrir heilbrigðisráðherrann og aðstoðarmanns hans -að huga að betri skipulagningu,þá yrðu störfin léttar - nóg er álagið samt?
Launin eru lítil, bætir ekki úr skák, að stjórnleysið virðist vera "fíllinn í stofunni"- nánast óbærilegt bæði fyrir starfsfólk og - sjúklinga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.10.2019 kl. 00:15 | Facebook