Vandinn í heibrigðiskerfinu

Að mörgu leyti hægt að taka undir með Ásmundi þingmanni um stjórnunarvanda í heilbrigðiskerfinu en fleiri yfirstjórnir bæta ekki vandan.

Við þurfum ekki fleiri  yfirstjórnir heldur verður að færa stjórnina nær veruleikanum á hverri vakt.

Þekki breytinguna þegar mötuneytið í Fossvogi var flutt niður á Lansann; allt kerfið sett undir einn hatt; of margir stjórnendur sem stjórnuðu með misvísandi tölvupósti utan úr bæ; man eftir einum stjórnanda er vann á Mbl skrifaði um stjórnun

Starfsfólkið í eldinum hvern dag hefur lítil samskipti milli vakta; nema í tölvupóstum sem enginn nennir að lesa.

Hér var ekki um stóra einingu ræða en gefur vísbendingu um að mannleg samskipti eru nauðsynleg en ekki fyrirskipanir utan úr bæ.

Hef um nokkurt skeið setið hinu megin við borðið sem sjúklingur á mörgum deildum; sami vandinn er óbreyttur verra ef nokkuð er.

-Nei,það þarf að bæta öll mannleg samskipti og vaktstjórinn hafi yfirsýn hvernig á að skipuleggja daginn-


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband