24.10.2019 | 14:59
Stjórnunarvandi á hjúkrunarheimilum.
Ófaglært ungt fólk er uppistaða í aðhlynningu á hjúkranaheimilum. Besta fólk en vantar leiðbeiningar og skipulagningu,mæting er upp og ofan, þá er ekki brugðist við og gert það nauðsynlegasta.Margt af þessu unga fólki er ópersónulegt, að það nálgast að vera útbrunnið í starfi.
Alltaf þarf að mata einhvern, það gert á tilgangslausum hlaupum fram og aftur við matborðið ein og ein skeið í einu; fólk er yfirleitt nokkuð sjálfbjarga; getur meira og minna hjálpað sér sjálft og hvert öðru;en það má helst ekki - af hverju?
Foræðishyggjan óskapleg - ekki má heyrast hósti né stuna þá er komið með írafári og manni borðin fylgd inn til sín - ekkert að og fólkið sem þarf á þjótstuna situr með sárt ennið?
þvotturinn er sér kapítuli út af fyrir sig þó hann sé yfirleitt merktur. Hann er tekinn, þegar hann kemur, þá settur í skápana án án þes að við sjáum.- ef vantar þvott þá á að gefa lýsingu sem er send í tölvupósti -sem enginn les - ef það er ekki nægilegt á að hafa samband við einhvern yfirmann sem ekki er einu sinni í húsinu.
Ef vantar á vaktina er er ekki skipulagt hvað þarf að að vera forgangi - enginn skipuleggur vinnuna allt verður miklu erfiðara.
Launin þykja lítil - er ekki geri ég lítil úr því - samt verða menn að fylgja skyldum sínum. Kaupið er nánast orðin fóbía og hefur áhrif á áhugaleysi fólks- sem ekki er neitt sjálfsagt.
Aldrei hefur verið eins góð aðstaða; nú lyftur fyrir sjúklinga sem áður þurfti að bera af minnst fjórum í einu. Þetta er kerfislegur vandi er gerir vinnuaðstæður nánast óbærilegan; kerfið stjórnar sér sjálft.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:35 | Facebook