Íslensk heilsufæða.

 

Mikil áhersla er lögð á að framleiða holl matvæli sem eru heilsusamleg fæða; kjöt, mjólk og egg. Aukið magn ómega-3 fitusýranna EPA og DHE  eru í þessum vörum..Alveg frá fyrri hluta síðustu aldar framleiddu bændur með því að beita sauðfé á úthaga og gefa síldarmjöl. Rannsóknir sýna að fiskneysla og neysla sjávarafurða sem inni halda  ómega-sýrur er heilsusamlegt.

Á Fljótsfalshéraði er ekki sjófang  en keypt var síldarmjöl með beit. Þá var síldin keypt í tunnum einkum ef líða tók á  vetur. Síldarmjölið var alltaf gefið rétt fyrir burð og þegar lömbin voru komin á spena og aukið ef ærnar mjólkuðu ekki nóg, féð síðan rekið á beit er grænkað.

Á Héraði kom upp garnaveiki, lungnaormur og fleira sem olli miklum búsifjum. Féð var samt hraustara vegna síldarmjöls gjafar, lömbin urðu vænni og tvílembum fjölgaði.

Fyrir rúmum mannsaldri voru birtar niðurstöður tilrauna með fóðrun á sauðfé. Af þeim voru  eftirandi niðurstöður.

Ekki er hægt að fóðra ær svo viðunandi sé, með léttri beit og léttu útheyi. Síldarmjöl og fiskimjöl sannaði gildi sitt sem fóðurbætir með lélegum heyjum og  hagabeit. Hóflegur fóðurbætir er enn talinn tryggja gott heilsufar húsdýr.

Erlendar og íslenskar rannsóknir hafa staðfest að EPA og DHA er í lambakjöti.

Enn í dag er íslenska lambakjötið heilsusamleg afurð sem bændur framleið með því að nýta fjölbreyttan  gróður í úthögum og gefa ám fóðurbætir sem inniheldur EPA og DHA UM fengitíma og fyrir burð.

(Bændablaðið)

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband