4.11.2019 | 16:50
Ofsóknarsýki kirkjunnar?
Mál kirkjunnar gegn mínum fyrrverandi læriföður nálgast það að vera vænisýki og fer versnandi. Vonandi tekur kirkjuþing á málinu og það verði útkljáð einu sinni fyrir allt .
Ekki er marktækt að halda fram þeim "Gróusögum" og birtar eru netinu,"orðrétt" heldur ekki um nein smábörn að ræða; heldur rígfullorðnar konur er bera sig undan prestinum með sögusögnum til biskups.
Auðvitað vill enginn kynferðislegt áreiti en ekki hefur farið fram nein rannsókn af lögreglu.
Get ekki annað en reynt að verja sr Ólaf, get borið um að ekkert slíkt var sjáanlegt í fari hans, var meira minna heilan vetur og af og til 1998 -2000. Betri prest er ekki hægt að hugsa sér.
En ef þessi dómur dæmir sr. Ólaf frá embætti; þá verða karlkynsprestar að kanna öryggi sitt á vinnustað.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:58 | Facebook