14.11.2019 | 11:20
Hernaðaruppbyggingar á Norðurslóðum.
Kínverjar fjárfesta háar upphæðir erlendis og er svæðið á norðurslóðum þeim hugleikið;telja þeir að svæðið vera efnahagslega og hernaðarlegan vettvang í framtíðinni.
Vitað er að Kínverjar standa á bak við fjármögnun við hafnaruppbyggingu í Finnafirði; þar sem skip frá Kína hafa mikinn áhuga á að hafa ítök í siglingaleiðinni þaðan í framtíðinni.
Kínverjar hafa reynt að fjárfesta í þremur flugvöllum á Grænlendi en Danir hafa stöðvað það; auðlindir á Norðurskautinu eru miklar í sjaldgæfum málmum.
Hafísinn heldur áfram að minnka en þá verður siglingaleiðin arðbær á Norðurslóðum í framtíðinni.
Hernaðaruppbygging Rússa á Norðurslóðum áratugum saman, ógna vestrænni samvinnu.Þeir hafa bætt við tveimur herdeildum sem þjálfaðar eru sérstaklega í heimskautahernaði og eru nærri nærri Murmansk; Rússneskar sprengjuflugvélar rjúfa landhelgi NATO-ríkja reglulega.
Við verðum að vera meðvituð um áhuga Rússa og Kínverja á Norðurslóðum; ekki er efamál að við hljótum að að fylgja vestrænni samvinnu í framtíðinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:26 | Facebook