9.12.2019 | 14:00
Borgir múra sig inni.
"Sívaxandi íbúafjöldi og og minnkandi landbúnaðarsvæði munu þvinga okkur til að finna nýjar lausnir hvað varðar örugga matvælaframleiðslu.
Genabættar afurðir sem geta þolað harðneskjulegt loftslag munu trúlega verða nauðsynlegar.Og við neyðumst til þess að skera niður kjötneyslu okkar þar sem framleiðsla á kjöti krefst mun meiri landbúnaðarsvæða.
Bandarísk stjórnvöld komast að þeirri niðurstöðu að árið 2050 getum við sparað um sex milljónir ferkílómetra af akurlendi ef íbúum hnattarins tekst að skipta yfir í jurtafæði.
Jafnframt neyðumst við til að leggja mikið fjármagn til þess að verjast flóðum. Strandborgir þurfa að múra sig inni bak við sjóvarnargarða sem eru nauðsynlegir til að stöðva vatnamassann þegar ofsafengnir stormar og stormflóð skella á N-ö Evrópu allt árið.
Svæði nærri miðbaug munu stöðvast og framleiða sólarorku og vestanvindabeltið á norður- og suðurhveli má nýta til að framleiða vindorku. Með slíkum kerfum mun þörfin á eiginlegum orkuverum minnka verulega"... (Lifandi vísindi nr. 11 2019)
Við stöndum frammi fyrir miklum vanda ef hlýnun jarðar gengur eftir; verðum að vera vakandi fyrir vísindalegri þekkingu eftir því sem hún þróast.
En brask með að "selja loftlagskvóta" og "græn hlutabréf" er vond þróun að mínu mati.
Því miður eru fjölmiðlar til óþurftar í loftlagsbreytingu vegna þess að áróðurinn er settur í æsingabúning fremur en staðreyndir.
Að æsa ungt fólk svo upp að það hræðist dómsdag er ekki vænlegt til árangurs.
Að mála "skrattann á veginn" er vondur fréttaflutningur fjölmiðla.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:28 | Facebook