MANNSHEILINN ER BESTA VERKJALYFIÐ

"Ástæða þess að sársauki eða verkur verður  svo óbærilegur sem oft er raunin, er sú  að tilfinningataugar líkamans virkja ekki aðeins grunnsársaukastöðvar heilans - þær sem greina staðsetninguna og sársaukastigið.

Heilaskannanir Tors Wager 2017 leiddu  ljós tvær viðbótarbrautir er virkjast í tengslum við hugarástandið og hafa afgerandi áhrif á upplifun sársaukans ásamt viðbrögðum okkar við honum.

Öfugt við grunnsársaukataugabrautina sem sýnir virkni í beinum tengslum við aukinn líkamlegan sársauka, eru hinar taugabrautirnar tvær ekki í beinu sambandi við taugar líkamans.

Önnur þessara taugabrauta magnar upp sársaukatilfinninguna án tillits til styrks þeirra boða sem um heilann berast frá skyntaugunum.

Með tilliti til þeirrar þekkingar sem þegar er fyrir hendi á þessum heilastöðvum álitur Wager að hlutverk þeirra sé að beina athyglinni að sársaukanum og sjá til þess við bregðumst við honum.

Hin taugabrautin dregur úr sársaukatilfinningunni og kenning Wagers er sú að það gerist með því að draga úr meðvitaðri umhugsun um sársaukann"....

(Lifandi vísindi nr. 11 2019)  Áfram góða Aðventu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband