Aðventa - væntum komu frelsarans.

Pétur mikli Rússakeisari yfirgaf hásæti sitt og vann sem óbreyttur trésmiður, dvaldi þrjú ár með fátækum mönnuum; til að geta verið þjóð sinni betri leiðtogi.

Framtak Rússakeisara var vissulega göfugt en aðeins lítil eftirlíking af fórn Jesú Krists.

Kristur gekk meðal þjóðar sinnar sem þátttakandi í samfélaginu allt sitt líf-í sorg - í gleði. Þekkti einsemd og fátækt ; allt mannanna böl.

Var ofsóttur sakir skoðana sinna. Að lokum niðurlægður og deyddur á Krossi eins og tíðkaðist með sakamenn á þessum tíma.

Boðskapur Krists stendur engu að síður óhaggaður, þrátt fyrir allt er sigurinn hans; hann niðurlægði sig fyrir alla menn þeim til hjálpar með sigri sínum.

Aðventan er undanfari jólanna til að skilja boðskap Krists betur; geta tekið á móti honum í sjálfri jólahátíðinni.

Flestir keppastvið að hreingera heimili sín gefa börnum sínum, vinum og ættingjum eitthvað góðgæti.

Það er tjáning til að skapa hlýlega samveru um jólin;allt á að vera hreint og fágað þegar   Kristur kemur.

Með því að hjálpa naumstöddum, fátækum og einstæðingum  er að taka af öllu hjarta á móti Kristi með hreinum huga og feta fótspor hans; það er hinn innri  undirbúningur jólanna og skapar hina sönnu jólagleði.

_ Ekki má gleyma, að Kristur með sigri sínum hjálpaði öllum mönnum til að sigra hið góða - vera boðberar hans í lífi og starfi með kærleika sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband