20.12.2019 | 16:37
BÁSENDAVEÐRIÐ 1799.
Válynd veður eiga sér langa sögu hér á landi; útdráttur úr einu versta veðri er sögur greina frá:
"Fárviðri gekk yfir Suðvestanvert landið 9. janúar 1799 er talið vera eitt hið allharðasta hér á landi sem sögur greina frá.
Mikið tjón varð austan frá Stokkseyri, á Suðurnesjum og allt vestur á Snæfellsnes, en hámarki náði þessi eyðingarmáttur við verslunar- og útróðrarstaðinn Básenda sem eyddist gersamlega.
Í þessu veðri lagðist af kaupstaðurinn að Básendum á vestanverðu Miðnesi í Stafneslandi, nokkur veginn mitt á milli Sandgerðis og Hafna. Básendar voru gamalgróinn verslunarstaður.
Mikið útræði var á Básenda og kaupmenn sóttust eftir fiskinum sem fluttur var á markað á meginlandi Evrópu.
Verslunarmörk Básenda og og Keflavíkur voru lengst af óglögg, enda voru hafnirnar oft leigðar saman.
Á meðan þessar hafnir tilheyrðu hvor sínu kaupsvæði tókust Básendamenn-Keflavíkurkaupmenn lengi vel á um nokkra bæi í Útskálasókn, sem verslað höfðu sitt á hvað.
"Fylgdi því vedri regn mikit,þrumur og leiptranir",segir Jón Espólín. Fór veðrið saman við stærstan straum og olli tjóni á allri strandlengjunni frá Þjórsá og vestur á Breiðafjörð... Á Eyrarbakka braut sjórinn malarkambinn framan við kaupstaðinn.
"Eftir það átti sjórinn greiða leið yfir plássið og braut vörugeymsluhús og barst varningurinn langt upp á land. Þrjú kot tóku af með öllu og skemmdust,fjöldi skipa brotnaði og hestar sem gengið höfðu í fjörunni fórust í hópum.
"Fiskigarðar og túngarðar eyðilögðust víða á Suðurnesjum, tún spilltust og fjöldi báta eyðilagðist.
Kirkjan á Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd skekktist af grunninum og brotnuðu níu bátar og eitt fjögra manna far, Kirkjan að Nesi við Seltjörn gekk af grunninum, 18 skip og róðrabátur brotnuðu.
Ef rétt er hefur sjávarstaða verið þrem metrum hærri en á venjulegu stórstraumsflóð.
Mestallur þaksteinn fauk af suður hluta Dómkirkjunnar í Reykjavík og rúður úr gluggum.
Býlið Breið eyðilagðist, bjargaðist fólkið út um gat á þekjunni. Nokkra vikna gömul dóttir hjónanna lá í vöggu og var tekið það ráð að binda vögguna upp í sperru til varnar sjónum. Fjöldi skipa og báta eyðilagðist og í Borgarfjarðarsýslu sunnan Hvítár var talið 36 skip hefðu brotnað í veðrinu.
Mesta flóð sem jafnað var saman við þetta veður(Básendaveðrið) var hið svonefnda Háeyrarflóð í janúar 1653, en það mun hafa valdið langtum minna tjóni".
"20 mars 1999 Menningarblað/Lesbók
"Verslunar- og útióðarstaðurinn Básendar eyddist í veðrinu 9.janúar,1799. Ennþá standa minjar um tóftir og hleðslur."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:27 | Facebook