10.1.2020 | 20:52
30% af Íslandi " þjóðgarður"?
Nú er umhverfisráðherra í "herferð" um landið að hefja nýtt "landnám" fyrir ríkið? Að vernda landið vilja allir en að vernda getur hljóðað afstætt.
Ísland var skógi vaxið fyrir landnám.Fólkið er tók hér land varð að lifa á landinu til að komast af; þess vegna eyddist skóglendið og til varð þjóðflokkurinn Íslendingar.
"Þjóðin lifði og skógurinn dó" er fræg grein eftir Þórarinn Þórarinsson frv. skólstjóra að Eiðum; er segir frá þeirri hörðu báráttu að komast af í ísaköldu landi.
Að vernda landið er að nota það skynsamlega:beita á það sauðfé og öllum búpeningi í hófi.
Gekk í Heiðmörk í mörg ár; öslaði í mosann upp undir hné - landið gróðurvana.
Íllgresið lifði
góðu lífi; hefði þurft að beita fé í Heiðmórk í hófi eftir að vorað hefur vel; gróðurinn yrði þéttari og fjölbreyttari. Auk þess yrði augnayndi að nokkrum ám loðnum og lemdum.
.
Nú er þjóðin aflögufær og getur skilað skóglendinu til landsins.
Beitum skynseminni "sjáum skóginn fyrir trjánum".
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.1.2020 kl. 12:57 | Facebook