23.1.2020 | 01:12
MAGNÚS ÓSKARSSON TILRAUNASTJÓRI OG YFIRKENNARI Á HVANNEYRI.
Magnús Óskarsson var jarðsettur frá Kópavogskirkju í dag hafði ekki tök á að vera viðstödd en hugur minn dvalið í minningunni um áratuga kynni á Hvanneyri.
Kynnin hófust er við hjón leigðum saman íbúð með Magnúsi 1962, þá var hann kennari en maðurinn minn við nám í Framhaldsdeild fyrir búfræðikandídata.
Síðan tók við margra ára samstarf við Magnús,Jón sá um efnarannsóknarstöðina en ég fékk vinnu á sumrin við jarðræktarrannsóknir er Magnús sá um. Það voru svokallaðar Dreifðar tilraunir þar sem farið var víða um Mýraog Borgarfjarðarsýslu og tekin hey-og jarðvegssýni af túnum hjá bændum, síðan þurrkaðar og rannsakaðar á rannsóknarstofunni á Hvanneyri.
Nokkur sumur vann ég við að þurrka heysýnin undir leiðsögn Magnúsar. Hann var frábær húsbóndi og nákvæmar í leiðsögn.Öll blöðin um heysýnin voru síðan flokkuð og gengið skipulega frá þeim.
Eitt haustið kom Magnús að máli við mig,
sagði að vantaði í pappírana. Við fórum nákvæmlega yfir allt vinnuferlið en fundum ekkert óeðlilegt í framkvæmdinni.Svo leið veturinn og um vorið hringir Magnús í mig og biður mig að finna sig. Erindið var að segja mér að skjölin væru fundin og ekki mín sök hvarf þeirra og bað hann mig innilega afsökunar en nemandi hafði þá tekið þau án vitundar Magnúsar."Þú starfar svo með okkur í sumar eins og verið hefur". Svona var Magnús gerður; mátti ekki vamm sitt vita í smáu sem stóru.
Oft fengum við hjónin að njóta góðrar tónlistar en hann átti mjög góð hljómflutningstæki er ekki var algengt í þá daga Þá var hann víðförull og sagði oft frá ferðum sínum;minnisstæð er mér frásögn Magnúsar frá ferð til Ísrael þar sem hann kynnti sér samyrkjubú.
Magnús var mjög góður við Laufeyju dóttur okkar frá því hún var á öðru ári og vináttu þeirra hélst alla tíð og hittust þau eftir að Magnús flutti í Kópavog sem eldri borgari.
Við Magnús hittumst síðan vikulega hjá eldri borgara félaginu í Kópavogi og hlustuðum á upplestur Íslendingasagna.
Margs var að minnast frá Hvanneyri og rifjuðum við upp samveruna bæði í starfi og spaugileg atvik, Oft hló Magnús sínum smitandi hlátri yfir skemmtilegum atvikum.
Magnús kom í Hvanneyri þegar miklar framfarir hófust í rannsóknum fyrir landbúnað, kennslu í bændaskólanum og framhaldsnám þar. Skipulagði hann starfið ásamt Guðmundi Jónssyni,kennurum og starfsmönnum; Magnús var lífið og sálin í öllum framförum Bændaskólans, helgaði vísindum og kennslu alla sína krafta og sá skólann komast á háskólastig.
Magnús sat um árabil í hreppsnefnd sveitarinnar; var ráðgefandi í málum samfélagsins.
Magnús var afar hógvær og lítillátur og hirti ekki um vegtyllur í starfi.
Vel færi á að einhver stofnun í Háskólanum á Hvanneyri bæri nafn hans; fyrr en síðar.
Blessuð sé minning Magnúsar Óskarsson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:41 | Facebook