8.2.2020 | 23:30
HÆSTIRÉTTUR ÍSLANDS ER ÆÐSTI DÓMSTÓLL ÞJÓÐARINNAR.
Efst á baugi í fréttum undanfarið hafa verið mál Mannréttindadómstóls Evrópu, er varða dóma frá Íslandi.
Bjarni Benediktsson,formaður Sjálfstæðisflokksins hefur tjáð sig um, að Hæstiréttur Íslands, er æðsti dómsstóll þjóðarinnar óháður niðurstöðu Mannréttindadómstólsins (MDE) í svokölluðu landsréttarmáli; er dæmt verður af MDE á þessu ári.
Umfjöllun í fréttum fjölmiðla hefur greint frá þeim er hópast til Strassborg, að fylgjast með málinu og eru lögfræðingar áberandi margir.
Bjarni benti réttilega á að skort hefði umfjöllun þar um; að MDE er ekki æðstðí dómstóll Íslands heldur Hæstiréttur Íslands er hefur nú þegar dæmt í landsréttarmálinu;en niðurstaða MDE mun engu þar um breyta.
Ætlast verður til af RÚV/fjölmiðlum fjalli ítarlega um landsréttarmálið frá öllum hliðum; svo almenningur fái rétta mynd af öllum málsatvikum.
Hæstiréttur Íslands er lokadómur í málum þjóðarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.2.2020 kl. 22:28 | Facebook