Bandaríkin vilja leiðsögn páfans - boðkap Krists

Gleðilegt að Bandaríkjaforseti skuli gera sér ferð til að hlusta á páfann i Róm. Ekki er að efa að boðskapur páfans til forsetans geti haft áhrif á einn valdamesta mann heims, í ríki hernaðarveldisins. Trúarleg leiðsögn fremsta trúarleiðtoga kristinna manna mun eflaust gefa forsetanum góð ráð í nafni kærleiksboðskapar Krists. Ekki vanþörf á þar sem hernaður og stríð mesti bölvaldur mannkyns er ekki á undanhaldi. Sama hvar litast er um heiminum. Hefði verið vel til fallið að fulltrúar hinna átta mestu iðnríkja heims hefði allir gegnið á fund páfans sameinginlega. Ef til vill kemur sú staða einhverntíma upp.

Við búum í heimi þar sem vísindi og tækni hafa þróast víðs vegar um heim með undraverðum harða, valdið byltingu í  lífsháttum fólks En vísindin mega ekki  samt ekki snúast upp í andhverfu sína eins og fram hefur komið í fréttum þar sem nútíma tækni er notuð til að eyða kvenfóstrum í Indlandi og Kína. Þar er viðmiðunin orðin sú að verðmætara sé áð eignast stúlkur en drengi.

Slík þjóðfélög er komin í miklar ógöngur þar sem hin mannlegu gildi eru alls ekki í heiðri höfð. Þar bera læknar og vísindamenn mikla siðferðileg ábyrgð, hvort þeir vilja nota tæknina í siðlausum fóstureyðingum milljóna ófæddra stúlkubarna.Kristin trú og siðferðileg viðmið sprottin af boðskap Krists eru besta viðmiðunin sem völ er á til að bjarga heiminum frá mannvonsku þar sem lífið sjálft er einskis virði nema það þjóni veraldlegum hagsmunum samfélagsins. 

Vestræn samfélög leggja of mikið í hernað, ekki nógu mikið til vanþróaðra ríkja heimsins. Þörf er á enn markvissari þróunaraðstoð en nú er. Enn eru vestræn ríki ekki gjörsneidd gildum kristinnar trúar. Þrátt fyrir allt er mannúð og hjálpsemi enn til staðar í vestrænum heimi sprottinn af kristnum kærleika. Mannúð, mildi og hjálpsemi þarf að verð enn stærri þáttur í ríkjum heims. Ekki er hægt að segja, að nýafstaðin fundur átta stærstu iðnríkja heims hafi náð tilætluðum árangri um bættan hag fátækra þjóða.

Vel til fundið af Bandaríkjaforseta að setja þátt kristinna gilda inn á svið heimsins með því að hlusta á boðskap páfans. vonandi upphaf þess að Bandaríkin leggi meir áherslu á betri heim með  mannúð og mildi í samskiptum við fátækar þjóðir í framtíðinni.


mbl.is Bush í Páfagarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband