11.6.2007 | 09:48
Hraðakstur - uppeldisvandamál- agaleysi?
Ofsaakstur þar og ofsaakstur hér þar sem lögreglan hefur afskipti eru daglegar fréttir. Af hinu góða að fréttir berist um hraðakstur öðrum til viðvörunar, þar sem menn stefna lífi sínu og samborgaranna í hættu. Hins vegar vekur það upp spurningar hvers vegna eru menn svona innstilltir, að aka með ofsahraða, geta ekki virti lög, vantar ábyrga siðferðilega vitund fyrir öðrum í samfélaginu? Oft er um drykkjuskap að ræða, oftast eru það ungir karlmenn sem eru haldnir þeirri ástríðu að fá einhvers konar útrás fyrir frelsi.
Hvar á að leita orsakanna, í uppeldinu þar með talin grunnskólagangan? Er agaleysið í uppeldinu orsakavaldur? Foreldrar hafa ekki tíma til uppeldis vegna vinnu? Skólana vantar öðruvísi stefnumörkun í skólunum þar sem fyrst og fremst er lögð áhersla á samskipti, að taka siðferðilega afstöðu með samræðum og persónulegum samskiptum við börnin? Bókleg og verkleg fög eru vissulega mikilvæg en ef mannleg samskipti eru ekki innrætt með nægilegum siðferðilegum gildum, vantar þann grunn sem framtíð samfélagsins byggir ætíð á? Sigli börnin í gegnum grunnskóla án mannlegra gilda með afskiptaleysi/stefnuleysi stjórnvalda þar sem skólinn er meira "köld geymsla" fyrir börnin þegar almennri kennslu hefur verið sinnt þ.e. bóklegum? Þáttur íþróttafélaga barna er einnig vissulega áhrifamikill og hvernig íþróttaandanum er komið á framfæri þar?
Ekki vantar menntað fólk, sálfræðingar og félagsfræðingar eru vissulega til staðar en frekar til að leysa sértæk tilfelli, sem upp koma, eru ekki nógu stór almennur þáttur í skólastefnunni að því er viðrist. Ekki hefur mátt viðurkenna guðfræðimenntað fólk sem fastan þátt í skólauppeldinu þótt boðskapur Krists sé frambærilegur, óháð því hverrar trúar menn eru, kristin gildi gætu bætt verulega uppeldisþáttinn án þess að um innrætingu væri að ræða. Alls ekki nauðsynlegt að kirkjan kæmi þar að með beinum hætti. Að þegja umrætt vandamál í hel án umræðu og aðgerða að hálfu skóla, stjórnvalda og foreldra er að fresta hæfilegum aga í uppeldi komandi kynslóða áfram?
Ökumaður bifhjóls hálsbrotnaði er hann ók aftan á bifreið í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:44 | Facebook