Framsókn í gamla farinu - ekkert nýtt framundan?

Þá hefur farið fram “rússnesk kosning” hjá Framsókn eins og venja er til. Fyrst látin boð  út ganga að Valgerður gefi náðarsamlegast kost á sér sem varaformaður. Síðan kosin með tilheyrandi rússnesku fyrirkomulagi. Finnur Ingólfsson gefur út í Viðskiptablaðinu um helgina að Evran og ESB séu framtíðin. Fyrir þeim tveimur fyrrnefndu í Framsókn virðist fiskurinn og aðrar auðlindir ekki einu sinni umtalsverðar. Gefur tilefni til að draga í efa að þeim finnist auðlindirnar eitthvað sem þjóðin á að varðveita fyrir komandi kynslóðir? 

Björn Ingi (með 7%-fylgið) í Reykjavík.síðan kosinn formaður landsbyggðanefndar fyrir flokkinn. Allt klappað og klárt fyrir útnefningu næsta kandidats í “rússneska kosningu”  Guðni að vísu formaður ennþá en áreiðanlega ekki lengi. Undarlegt, má leiða líkur að hann hefði komist að í Reykjavík norður vegna eindreginnar stefnu sinnar í landbúnaðamálum og  andstöðu við ESB. Bjarni Harðar og efstu konurnar á Suðurlandi hefðu náð góðum árangri án Guðna. Þegar Guðni skyldi við sem ráðherra vildi  mikill meirihluti þjóðarinnar fylgja ríkjandi landbúnaðarstefnu. 

 

Að framansögðu þá eru ekki miklar breytingar framunda hjá Framsókn í náinni framtíð, sama einstefnan í forystunni eins og  alltaf hefur verið; ekkert grasrótarlýræði eða jákvæð gagnrýnin  umræða um framtíð  flokksins að því er virðist samkvæmt útgefnum  fréttatilkynningum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband