11.6.2007 | 20:22
Aftur tengsl þjóðarinnar við páfagarð
Afar athyglisverð og skemmtileg frétt að sendiherra frá Íslandi sé fulltrúi þjóðarinnar gagnvart páfagarði. Samskipti við Páfagarð geta orðið okkur til góðs á margan hátt eins og fyrr. Kristin trú og menning hér á landi stendur á kaþólskri rót eins og kunnugt er. Hvað varðar framtíðina er sameining lúterskra og kaþólskra undir höfuð kirkjunnar, Jesús Krist, það sem koma skal. Lútersk trú varð til vegna klofnings í kaþólskri trú, vegna spillingar kristinna manna, en boðskapur Krists er alltaf sá sami, stendur óhaggaður hvað sem yfir dynur.
Sátt og samheldni kristinna manna í nafni boðskaps Krists getur bjargað heiminum frá glötun.
Afhenti páfa trúnaðarbréf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook