12.6.2007 | 04:36
Áfengið samt skaðvaldurinn og undirrótin
Gott mál að taka einnig þá sem aka undir áhrifum eiturlyfja, ekki vanþörf á. Samt er áfengið versti skaðvaldurinn í umferðinni, á heimilum með tilheyrandi heimilisharmleikjum. Það er þakkarvert af lögreglunni að hún lætur birta fréttir af aðgerðum sínum vegna þeirra sem eru hættulegir í umferðinni af völdum fíkniefna þ.m.t áfengi, gera vandann sýnilegan.
Talsvert hefur borið á því í Noregi að fréttir af eiturlyfjum eru aðallega í sviðsljósi fjölmiðla frekar en áfengisneysla. Ekki þar fyrir að eiturlyf eru hryllilegur skaðvaldur, valda fyrr eða síðar dauða flestra þeirra sem ánetjast. Eiturlyfjaneysla og sala er vissulega harður heimur þar sem lífið er einskis metið af ólöglegum "sölumönnum dauðans". Engu að síður er áfengið margfalt meira vandamál miklu stærri hluta (3/4) neytenda en eiturlyfin, oftast undirrót neyslu harðari efna. Erfiðara um vik að eiga við vandamál áfengis, vegna löglegrar sölu þess. Auglýsendur áfengis gera allt til að gera áfengi jákvætt gagnvat almenningi. Nánast trúarathöfn við sem flest tækifæri. Aldrei má slaka á takmörkun á auglýsingum áfengis.
Tæplega 30 teknir undir áhrifum fíkniefna við akstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:26 | Facebook