Rannsókn - launamunur kynja - eða hagnaður fyrirtækis?

Að horfa með gleraugum starfsmannastjóra samkvæmt nýlegri rannsókn um misrétti í ráðningu þegar hún/hann ræður einstakling til framtíðarstarfa, er horft til þess hvað er hagkvæmast fyrir fyrirtækið. Tæplega er hægt að tengja ráðningu af hvað kyni stafsmannstjórinn er. Ungir karlar og konur sem hafa sömu menntun og svipaða starfreynslu ættu að standa jafnt að vígi en er það svo? 

Unga konan á væntanlega eftir að eignast barn þrátt fyrir fæðingarorlof þá er fyrirsjáanlegt, að hún verður meira frá störfum, en karlmaður vegna barnaeigna. Karlinn aftur á móti er betri framtíðarstarfskraftur vegna þess að hann fæðir ekki börn. Hér gildir raunhæft  mat úr frá  hagsmunum fyrirtækisins, að karlinn er ákjósanlegri vinnukraftur. Meðan líkur eru til að konan eignist börn þá er hún einfaldlega ekki eins verðmæt í starfi óháð því af hvaða kyni starfmannastjórinn er. Hið kalda mat fyrirtækisins verður því ef kona er ráðinn þá greiðir fyrirtækið minna?

Þessi könnun hefði átt að sýna um hvaða störf væru að ræða og á hvað aldri konurnar/karlarnir hefðu verið sem voru umsækjendur. Ef til vill leitar umrædd staða meira jafnvægis eftir því sem menntun kvenna eykst. Þær verði einfaldlega gjaldgengari þegar þær hafa lokið barnaeignum, verði þá jafnvel besti og eftirsóttasti vinnukrafturinn?

Erfitt verður um vik að breyta framangreindu ástandi nema annað verðmætamat komu til við ráðningu starfsfólks eða  þyki þjóðhagslega hagkvæmt. Stefna fyrirtækis getur tæplega orðið annað en sá vinnukraftur sem er líklegri til að verða fyrirtækinu gagnlegri/verðmætari þegar til lengri tíma er litið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband