22.6.2007 | 21:13
Vettvangur dauðans?
En eitt slysið í umferðinni, þrjú ungmenni slasast alvarlega í kappakstri í Reykjavík. Slys ungmenna eru svo tíð nú um stundir að ekki verður við unað. Hjúkrunarkonur lýstu áhyggjum sínum í sjónvarpinu í kvöld. Eins og ökuskírteinið sé orðið ávísun á vettvang dauðans fyrir fjölda ungmenna "Taka verður dýpra á aksturskennslu, sagði ökukennari í fréttum kvöldsins, sem eflaust eru orð að sönnu. Hvar og hvenær á að auka dýptina í aksturskennslu unglinga? Hlýtur að snúast meira um hugarfarið? Hafa tilfinningu fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir ökuréttindum gagnvart sjálfum sér og öðrum. Virðist þurfa athugunar við hvort unglingar hafi siðferðilegan þroska/getu til að aka bifreið svo vel sé þrátt fyrir löglegan aldur.M.ö.o. þarf að meta siðferðilegan þroska ungmenna, jafnframt verklegri/bóklegri kennslu. Ef til vill af fagfólki í sálfræði? Að hluti ökuréttinda sé skilyrtur við ákveðinn þroska hvers og eins. Ný viðmið í aksturskennslu verður að íhuga svo akstur ungmenna verði þeim ekki vettvangur dauðans að prófi loknu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.6.2007 kl. 06:16 | Facebook