Með rýting í bakið!?

Hrafn Jökulssona reynir að fela siðlausa framkomu Kastljóss RUV í hlutdrægri umfjöllun sinni fyrir síðustu kosninga undir því yfirskini að ekki sé þörf á siðareglum.(blaðið í gær) Siðanefnd blaðamannafélagsins hafi heft “framsækna fjölmiðlun í landinu” með úrskurði sínum varðandi kæru Jónínu Bjartmarz þáverandi ráðherra.

Samkvæmt grein Hrafns gekk illa að fá upplýsingar um ferli þess, er tengdadóttir ráðherrans fékk ríkisborgararétt á skömmum tíma. Samt leggur Kastljós af stað með umfjöllun málsins á “ónákvæmum forsendum” eins og Hrafn greinir frá. Vinnubrögð “... svo vönduð og nákvæm sem kostur var ”, skrifar Hrafn, þar sem upplýsingar voru ekki á lausu. Hvort sem upplýsingar lágu á lausu eða ekki, réttlætir það ekki umfjöllun Kastljós, ef hún á að teljast trúverðug. Ámælisvert að blanda persónu og fjölskyldu ráðherrans í framangreinda umfjöllun RUV. 

Hér er Hrafn í orði kveðnu að aðhyllast háleitar hugsjónir í nafni málfrelsis og réttsýni um "framsækna fjölmiðlun". En í raun virðist  markmiðið með umræddri umfjöllun hafa verið,  að koma höggi á Framsóknarflokkinn sem ef til vill tókst með ágætum? Auk þess bregst RUV við með hrokafullum hætti þar sem dómur siðanefndar blaðamannafélagsins er virtur að vettugi.  

Íslenska þjóðveldið til forna bjó ekki yfir stjórnkerfi sem gat  framfylgt lögum með nútímahætti. Sæmdin og orðstírinn var mælikvarði manngildis. Enginn vildi lifa við þá skömm að standa ekki við orð sín. Dæmi: Gísli Súrsson hefndi  fóstbróður síns þótt hann hefði mátt vita, að  kostaði hann lífið. Má segja að í þessu forna hetjusamfélagi hafi siðferði og samfélagsgerð verið eitt og hið sama, þ.e.  félagslagslegar staðreyndir. Hetjuskapurinn hafi verið þjóðfélagslega -og lífsnauðsynlegur þar sem réttarvarslan var i höndum ætta og einstaklinga. 

Nútímasamfélag er með allt öðrum hætti en sæmdin er jafn mikilvæg eins  og  þjóðveldistímanum. Til viðbótar við löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald er komið “fjórða valdið” þ.e. fjölmiðlarnir, sem geta með skjótum hætti haft afgerandi áhrif í samfélaginu. Krafan til RUV  hlýtur  að vera  hlutleysi í allri umfjöllun ekki síst í hita leiksins, í kosningabaráttu stjórnmálaflokka.   

Ritstjóri Kastljóss hefur unnið til að taka pokann sinn með umræddri umfjöllun og viðbrögðum við dómi siðanefndar. Getur ekki verið ásættnalegt að fá “talað orð” eða skrifað sem “rýting í bakið” án þess nokkrum vörnum verði við komið? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband