30.6.2007 | 10:55
Hvaða gagnrýni er vinsæl í blogginu?
Forystugrein Mbl í dag leggur út af viðtali við Stefán Pálsson, sagnfræðing, sem gagnrýnir Mbl fyrir að stofnanavæða Moggabloggið. Undirrituð hefur skrifað í Moggabloggið nokkra mánuði, skrifað undir formerkjunum sanngirni með rökum sem í felst gagnrýni. Til þess var leikurinn gerður að vekja athygli á því sem betur mætti fara í samfélaginu.
Hefur fengið athygli að hálfu Mbl og komist inn í Morgunblaðið með bloggið. Samt getur undirrituð ekki gert sér grein fyrir eftir hverju vinsældir fara. Virðist stundum ekki fara eftir lesningu.Fyrir nokkrum dögum svaraði undirrituð grein Hrafns Jökulssonar um þátt Kastljóss og siðanefnd Blaðamannfélags Íslands, sem birtist í blaðinu 23. júní. Fékk góða lesningu í umræddu bloggi betri en það blogg sem Mbl hefur talið athyglisvert.
Undirrituð hlustar og horfir aðallega á RUV og hefur talið stofnunina hlutlausan og góðan fréttamiðil. En í kosningabaráttunni brá sjónvarpið út af venju í umfjöllun um ríkisborgararétt dóttur Jónínu Bjartmars fyrrv. ráðherra eins og kunnugt er. Má einnig nefna sviðsettan stjórnmálafund hjá sjónvarpinu í apríl s.l. þar sem sett var upp klapplið gegn þáverandi stjórnarmeirihluta í þættinum.Vonandi er Moggabloggið ekki að fara framhjá gagnrýni á RUV, sem er nauðsynleg ekki síst eftir nýja skipun mála þ.e hlutafélagsforminu. Grein Hrafns Jökulssonar var hvöss, ekkert við það að athuga. En grein hans kallaði á sterk viðbrögð sem hann fékk í bloggi undirritaðrar og reyndar líka af öðrum í blaðinu sjálfu nokkrum dögum síðar.
Að framansögðu þyrfti Mbl. að endurskoða þær reglur sem farið er eftir hvaða blogg er athyglisvert. Að ljóst megi vera hvaða gagnrýni á rétt á sér og fái að njóta athygli þegar ákveðin umræða stendur yfir?Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.7.2007 kl. 15:57 | Facebook